Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2025 21:02 Fyrrverandi heimsmeistarinn í Pílukasti, Gerwyn Price er úr leik á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Hún var sópað út út mótinu af Hollendingnum Wesley Plaisier Vísir/Getty Gerwyn Price, einn besti pílukastari heims undanfarin ár, er úr leik á HM í pílukasti eftir að hafa verið sópað út af Hollendingnum Wesley Plaisier í Alexandra Palace í kvöld. Tíðindi sem fæstir bjuggust við fyrir viðureign kappanna í kvöld. Jú Plaisier er afar sterkur pílukastari og var búist við því að hann myndi veita Price einhverja samkeppni, en það að sópa þessum fyrrverandi út úr mótinu 3-0 er hreint út sagt ótrúlegt. Price hafði verið kokhraustur eftir sigur sinn í fyrstu umferð mótsins og gaf það þá út að annað hvort hann eða Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari, myndi standa uppi sem sigurvegari. Nú er ljóst að Price mun ekki geta hampað heimsmeistaratitlinum. Sá velski lenti í vandræðum allt frá upphafi viðureignarinnar við Plaisier í kvöld. Price tapaði fyrsta settinu 3-1, öðru einnig 3-1 og svo tók sá hollenski þriðja settið 3-2. „Þetta eru ótrúleg úrslit,“ sagði Mark Webster, sérfræðingur Sky Sports á heimsmeistaramótinu. „Þetta er mikið sjokk fyrir Price,“ bætti hann við og sagði að framundan yrðu erfið jól fyrir Price sem hafði talað digurbarkalega í aðdraganda viðureignar kvöldsins. Plaisier mætir hinum pólska Krzysztof Ratajski í þriðju umferð mótsins og nýtti tækifærið, eftir viðureign sína við Price í kvöld, til þess að óska öllum gleðilegra jóla. Sex viðureignum er lokið á HM í pílukasti í dag. En von bráðar mun heimsmeistarinn sjálfur, Luke Littler, mæta hinum velska David Davies. Hægt er að horfa á beina útsendingu á mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni. Úrslitin á HM í pílukasti í dag: Ryan Joyce 1 - 3 Krzysztof RatajskiJoe Cullen 1 - 3 Mensur SuljovicLuke Woodhouse 3 - 0 Max HoppRob Cross 3 - 1 Ian WhiteMartin Schindler 3 - 0 Keane Barry Pílukast Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Tíðindi sem fæstir bjuggust við fyrir viðureign kappanna í kvöld. Jú Plaisier er afar sterkur pílukastari og var búist við því að hann myndi veita Price einhverja samkeppni, en það að sópa þessum fyrrverandi út úr mótinu 3-0 er hreint út sagt ótrúlegt. Price hafði verið kokhraustur eftir sigur sinn í fyrstu umferð mótsins og gaf það þá út að annað hvort hann eða Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari, myndi standa uppi sem sigurvegari. Nú er ljóst að Price mun ekki geta hampað heimsmeistaratitlinum. Sá velski lenti í vandræðum allt frá upphafi viðureignarinnar við Plaisier í kvöld. Price tapaði fyrsta settinu 3-1, öðru einnig 3-1 og svo tók sá hollenski þriðja settið 3-2. „Þetta eru ótrúleg úrslit,“ sagði Mark Webster, sérfræðingur Sky Sports á heimsmeistaramótinu. „Þetta er mikið sjokk fyrir Price,“ bætti hann við og sagði að framundan yrðu erfið jól fyrir Price sem hafði talað digurbarkalega í aðdraganda viðureignar kvöldsins. Plaisier mætir hinum pólska Krzysztof Ratajski í þriðju umferð mótsins og nýtti tækifærið, eftir viðureign sína við Price í kvöld, til þess að óska öllum gleðilegra jóla. Sex viðureignum er lokið á HM í pílukasti í dag. En von bráðar mun heimsmeistarinn sjálfur, Luke Littler, mæta hinum velska David Davies. Hægt er að horfa á beina útsendingu á mótinu á Sýn Sport Viaplay rásinni. Úrslitin á HM í pílukasti í dag: Ryan Joyce 1 - 3 Krzysztof RatajskiJoe Cullen 1 - 3 Mensur SuljovicLuke Woodhouse 3 - 0 Max HoppRob Cross 3 - 1 Ian WhiteMartin Schindler 3 - 0 Keane Barry
Pílukast Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira