Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Valur Páll Eiríksson skrifar 22. desember 2025 11:02 Humphries var langt niðri eftir tap sitt fyrir Lim árið 2020. Kieran Cleeves/PA Images via Getty Images Luke Humphries, fyrrum heimsmeistari í pílukasti, mætir Paul Lim á heimsmeistaramótinu í Alexandra Palace í kvöld. Slæmt tap fyrir Lim breytti lífi Humphries, að hans sögn. Humphries tapaði fyrir Lim í fyrstu umferð mótsins fyrir fimm árum síðan þegar miklar kröfur höfðu verið gerðar til Bretans. Hann segir tapið hafa dregið sig í dimma dali. „Þetta kvöld var ég mjög vonsvikinn; mér fannst ég ekki nógu góður lengur og vildi gefast upp. Það er það sem dæmigerður ungur maður myndi gera. Við skulum gefast upp. Ég er ekki nógu góður,“ hefur SportsBoom eftir Humphries. „Mér líkaði ekki hvernig ég leit út. Mér líkaði ekki hvernig mér leið, mér líkaði ekki hvernig ég var alltaf þreyttur, ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Og það gerir maður þegar maður er of þungur, maður finnur fyrir mikilli þreytu.“ „Það var margt sem mér líkaði ekki við sjálfan mig og ég breytti því eða lagaði það og það gaf mér meira sjálfstraust. Ekki bara sem leikmann heldur líka sem manneskju. Og ég held að það hafi örugglega hjálpað mér að verða leikmaðurinn í dag,“ segir Humphries sem segir tapið hafa breytt lífi hans og ferli. Það sem virtist endapunktur reyndist í raun U-beygja á ferli hans. Hann hafi í raun unnið það kvöldið fremur en tapað, enda hefur hann komist á heljarinnar skrið síðan. Hann vann Grand Slam og Grand Prix mótin í pílukasti árið 2023 og fylgdi því eftir með sínum fyrsta heimsmeistaratitli 2024. Þá vann hann Masters-mótið og úrvalsdeildina í pílu í ár og þykir meðal þeirra sigurstranglegri á HM - á eftir Luke Littler. Hann mætir Lim aftur í kvöld en sá er aldursforseti mótsins. Singapúrinn er 71 árs gamall og hefur leikið pílukast sem atvinnumaður síðan árið 1973, 22 árum áður en Hmphries fæddist. Hann varð elsti maðurinn til að vinna leik á HM er hann sló Hollendinginn Jeffrey de Graaf út í fyrstu umferð á dögunum og vonast til að bæta það met enn frekar í kvöld. David Munuya mætir í annað sinn á sviðið í Alexandra Palace í kvöld eftir sögulegan og eftirtektarverðan sigur Kenýamannsins í fyrstu umferðinni og skemmtikrafturinn Leonard Gates frá Bandaríkjunum mætir eflaust dansandi á svið. Þá eru Ricky Evans, Nathan Aspinall og fleiri góðir í eldlínunni í dag. Dagskráin á HM í pílukasti í dag: Klukkan 12:25 á Sýn Sport Viaplay Darren Beveridge (Skotland) - Madars Razma (Lettland) Wessel Nijman (Holland) - Gabriel Clemens (Þýskaland) David Munyua (Kenýa) - Kevin Doets (Holland) James Wade (England) - Ricky Evans (England) Klukkan 18:55 á Sýn Sport Viaplay Gian van Veen (Holland) - Alan Soutar (Skotland) Nathan Aspinall (England) - Leonard Gates (Bandaríkin) Luke Humphries (England) - Paul Lim (Singapúr) Charlie Manby (England) - Adam Sevada (Bandaríkin) Pílukast Tengdar fréttir Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Pílukastarinn Stephen Bunting varð fyrir barðinu á illvígum netverjum eftir yfirlýsingu sína á dögunum. Hann tók allt til baka á blaðamannafundi og þar sáust miklar tilfinningar hjá þessum vinsæla fertuga Breta. 22. desember 2025 07:30 HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í 3.umferð yfirstandandi heimsmeistaramóts í kvöld. 21. desember 2025 23:08 Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Gerwyn Price, einn besti pílukastari heims undanfarin ár, er úr leik á HM í pílukasti eftir að hafa verið sópað út af Hollendingnum Wesley Plaisier í Alexandra Palace í kvöld. 21. desember 2025 21:02 Sakaður um svindl á HM í pílukasti Austurríkismaðurinn Mensur Suljovic hefur verið sakaður um svindl á HM í pílukasti af andstæðingi sínum í 2.umferð mótsins, Joe Cullen. 21. desember 2025 20:31 Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Stórtíðindi áttu sér stað á HM í pílukasti í kvöld. Michael Smith, heimsmeistarinn í pílukasti árið 2023, er úr leik á HM og Chris Dobey, einn af hæst skrifuðu pílukösturunum á heimsvísu í dag, er einnig úr leik. 20. desember 2025 22:23 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Humphries tapaði fyrir Lim í fyrstu umferð mótsins fyrir fimm árum síðan þegar miklar kröfur höfðu verið gerðar til Bretans. Hann segir tapið hafa dregið sig í dimma dali. „Þetta kvöld var ég mjög vonsvikinn; mér fannst ég ekki nógu góður lengur og vildi gefast upp. Það er það sem dæmigerður ungur maður myndi gera. Við skulum gefast upp. Ég er ekki nógu góður,“ hefur SportsBoom eftir Humphries. „Mér líkaði ekki hvernig ég leit út. Mér líkaði ekki hvernig mér leið, mér líkaði ekki hvernig ég var alltaf þreyttur, ef ég á að vera alveg heiðarlegur. Og það gerir maður þegar maður er of þungur, maður finnur fyrir mikilli þreytu.“ „Það var margt sem mér líkaði ekki við sjálfan mig og ég breytti því eða lagaði það og það gaf mér meira sjálfstraust. Ekki bara sem leikmann heldur líka sem manneskju. Og ég held að það hafi örugglega hjálpað mér að verða leikmaðurinn í dag,“ segir Humphries sem segir tapið hafa breytt lífi hans og ferli. Það sem virtist endapunktur reyndist í raun U-beygja á ferli hans. Hann hafi í raun unnið það kvöldið fremur en tapað, enda hefur hann komist á heljarinnar skrið síðan. Hann vann Grand Slam og Grand Prix mótin í pílukasti árið 2023 og fylgdi því eftir með sínum fyrsta heimsmeistaratitli 2024. Þá vann hann Masters-mótið og úrvalsdeildina í pílu í ár og þykir meðal þeirra sigurstranglegri á HM - á eftir Luke Littler. Hann mætir Lim aftur í kvöld en sá er aldursforseti mótsins. Singapúrinn er 71 árs gamall og hefur leikið pílukast sem atvinnumaður síðan árið 1973, 22 árum áður en Hmphries fæddist. Hann varð elsti maðurinn til að vinna leik á HM er hann sló Hollendinginn Jeffrey de Graaf út í fyrstu umferð á dögunum og vonast til að bæta það met enn frekar í kvöld. David Munuya mætir í annað sinn á sviðið í Alexandra Palace í kvöld eftir sögulegan og eftirtektarverðan sigur Kenýamannsins í fyrstu umferðinni og skemmtikrafturinn Leonard Gates frá Bandaríkjunum mætir eflaust dansandi á svið. Þá eru Ricky Evans, Nathan Aspinall og fleiri góðir í eldlínunni í dag. Dagskráin á HM í pílukasti í dag: Klukkan 12:25 á Sýn Sport Viaplay Darren Beveridge (Skotland) - Madars Razma (Lettland) Wessel Nijman (Holland) - Gabriel Clemens (Þýskaland) David Munyua (Kenýa) - Kevin Doets (Holland) James Wade (England) - Ricky Evans (England) Klukkan 18:55 á Sýn Sport Viaplay Gian van Veen (Holland) - Alan Soutar (Skotland) Nathan Aspinall (England) - Leonard Gates (Bandaríkin) Luke Humphries (England) - Paul Lim (Singapúr) Charlie Manby (England) - Adam Sevada (Bandaríkin)
Pílukast Tengdar fréttir Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Pílukastarinn Stephen Bunting varð fyrir barðinu á illvígum netverjum eftir yfirlýsingu sína á dögunum. Hann tók allt til baka á blaðamannafundi og þar sáust miklar tilfinningar hjá þessum vinsæla fertuga Breta. 22. desember 2025 07:30 HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í 3.umferð yfirstandandi heimsmeistaramóts í kvöld. 21. desember 2025 23:08 Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Gerwyn Price, einn besti pílukastari heims undanfarin ár, er úr leik á HM í pílukasti eftir að hafa verið sópað út af Hollendingnum Wesley Plaisier í Alexandra Palace í kvöld. 21. desember 2025 21:02 Sakaður um svindl á HM í pílukasti Austurríkismaðurinn Mensur Suljovic hefur verið sakaður um svindl á HM í pílukasti af andstæðingi sínum í 2.umferð mótsins, Joe Cullen. 21. desember 2025 20:31 Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Stórtíðindi áttu sér stað á HM í pílukasti í kvöld. Michael Smith, heimsmeistarinn í pílukasti árið 2023, er úr leik á HM og Chris Dobey, einn af hæst skrifuðu pílukösturunum á heimsvísu í dag, er einnig úr leik. 20. desember 2025 22:23 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Pílukastarinn Stephen Bunting varð fyrir barðinu á illvígum netverjum eftir yfirlýsingu sína á dögunum. Hann tók allt til baka á blaðamannafundi og þar sáust miklar tilfinningar hjá þessum vinsæla fertuga Breta. 22. desember 2025 07:30
HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í 3.umferð yfirstandandi heimsmeistaramóts í kvöld. 21. desember 2025 23:08
Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Gerwyn Price, einn besti pílukastari heims undanfarin ár, er úr leik á HM í pílukasti eftir að hafa verið sópað út af Hollendingnum Wesley Plaisier í Alexandra Palace í kvöld. 21. desember 2025 21:02
Sakaður um svindl á HM í pílukasti Austurríkismaðurinn Mensur Suljovic hefur verið sakaður um svindl á HM í pílukasti af andstæðingi sínum í 2.umferð mótsins, Joe Cullen. 21. desember 2025 20:31
Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Stórtíðindi áttu sér stað á HM í pílukasti í kvöld. Michael Smith, heimsmeistarinn í pílukasti árið 2023, er úr leik á HM og Chris Dobey, einn af hæst skrifuðu pílukösturunum á heimsvísu í dag, er einnig úr leik. 20. desember 2025 22:23