Fótbolti

Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu

Sindri Sverrisson skrifar
David Neres var hetja Napoli í Riyadh í dag.
David Neres var hetja Napoli í Riyadh í dag. Getty/Jose Breton

Brasilíumaðurinn David Neres sá til þess að Ítalíumeistarar Napoli færu með sigur af hólmi í ítalska ofurbikarnum í fótbolta í kvöld, með 2-0 sigri gegn Bologna í úrslitaleik.

Neres skoraði bæði mörkin, það fyrra á 39. mínútu og hið seinna á 57. mínútu. Fyrra markið var sérstaklega glæsilegt; skot vel utan teigs með vinstri í fjærhornið.

Spilað var í Riyadh í Sádi-Arabíu en fjögur lið léku um ofurbikarinn. Napoli hafði unnið 2-0 sigur á AC Milan í undanúrslitunum en Bologna, sem er ríkjandi bikarmeistari, vann Inter í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli.

Napolimenn fá ekki mikið jólafrí og eiga fyrir höndum leik við Cremonese 28. desember, og svo Napoli 4. janúar, í baráttunni á toppi ítölsku deildarinnar þar sem þeir eru stigi á eftir AC Milan og tveimur á eftir toppliði Inter. Bologna mætir næst Sassuolo og á svo leik við Inter í fyrstu umferðinni á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×