Virðist ekki vera hægt á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 22. desember 2025 23:53 Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins, líst ekki á blikuna. Vísir/Ívar Fannar „Ég er hundfúll af því að maður bíður og vonar eftir því að verðbólgan sigi hér niður og við förum að búa hér við eðlilegt vaxtaumhverfi. En það virðist bara vera eins og sá draumur sé svo fjarlægur að þetta virðist ekki vera hægt hér á landi. Einfaldlega vegna þess að græðgisvæðingin út um allt samfélagið er svo taumlaus að það eru ekki allir aðilar tilbúnir til þess að róa í sömu átt.“ Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, um verðbólguhækkunina sem greint var frá í dag. Með þessu áframhaldi stefni í að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fer ársverðbólga úr 3,7 prósentum í 4,5 prósent milli mánaða og eykst því umtalsvert. Vísitala neysluverðs hækkar um 1,15 prósent frá því í nóvember og munar þar mestu um verðhækkanir á flugfargjöldum, hitaveitu, fatnaði og skóm. Vilhjálmur segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi hækkun hafi bein áhrif á verðtryggð lán heimilanna. „Verðtryggðar skuldir íslenskra heimila, sem nema rúmum 2.000 milljörðum, munu hækka um 23 milljarða eingöngu vegna þess að neysluvísitalan hækkar um 1,15 prósent á milli mánaða. Takið eftir. Um 23 milljarða munu verðtryggðar húsnæðisskuldir íslenskra heimila hækka á einungis einum mánuði,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Margar fjölskyldur hafi verið þvingaðar í verðtryggð lán þegar óverðtryggðir vextir hækkuðu og fóru í kringum 9 til 10 prósent. „Þetta er skelfilegt. Því að þetta er ekki eins og í öðrum löndum þar sem að jú verðlag hækkar en hjá okkur fáum við þetta tvöfalt til baka í gegnum þessar verðtryggðu skuldir,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin sé alls ekki að gera nóg til að draga úr verðbólgu og von sé á skatta- og gjaldskrárhækkunum hjá ríki og sveitarfélögum. Vilhjálmur bætir við að háir vextir viðhaldi sömuleiðis hárri verðbólgu. „Íslensk fyrirtæki innan viðskiptahagkerfisins skulda 4.600 milljarða. Þannig að þegar fyrirtækin skulda mikið og vextirnir eru háir, hvað gerir verslun og aðrir þjónustuaðilar? Þeir setja það eðli málsins samkvæmt út í verðlagið sem síðan hækkar verðbólguna upp. Ef rökin, sem margir tala um, eru að launahækkanir valdi hér verðbólgu, þá hlýtur líka hátt vaxtastig að fara út í verðlagið með nákvæmlega sama hætti og er verið að halda fram að gerist með launin.“ Kjarasamningar í hættu Ef verðbólgan mælist áfram á sömu slóðum fram á næsta ár gæti það stefnt fjölmörgum kjarasamningum á vinnumarkaði í hættu. „Við lögðum mikið undir í síðustu kjarasamningum íslensk verkalýðshreyfing og vorum tilbúin hér til að ganga frá hófstilltum kjarasamningum, kjarasamningum sem byggðust upp á því að heildarlaunahækkanir væru ekki yfir 4 prósent, sem sagt þegar allt væri tekið með. Þetta var okkar framlag til þess að stuðla hér að lækkun verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta. Þetta er bara alls ekki að ganga eftir,“ segir Vilhjálmur. Samkvæmt sérstöku forsenduákvæði komi samningarnir til endurskoðunar í ágúst 2026 og ef tólf mánaða verðbólga mælist meiri en 4,7 prósent verði hægt að segja þeim upp. „Ég ætla alveg fúslega að viðurkenna það miðað við þessa mælingu og miðað við það sem fram undan er, bæði frá ríki og sveitarfélögum varðandi hinar ýmsu gjaldskrárhækkanir sem munu dynja á okkur, að þá eru bara töluverðar líkur á því að við verðum fyrir ofan 4,7 prósent ef allir fara ekki að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur. Og er þá líklegt að samningunum verði sagt upp? „Það bara blasir við ef forsendur kjarasamninga munu bresta. Þá mun það gerast. Þá er þessari tilraun sem við gerðum með því að leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að skapa hér hóflega kjarasamninga, þá er það brostið og þá er sú tilraun endanlega farin út um gluggann, ef þannig má að orði komast.“ Vilhjálmur segir að bankarnir hagnist á núverandi ástandi þar sem þeir eigi meira af verðtryggðum eignum en skuldum. Mögulega krónunni að kenna Von er á niðurstöðu starfshóps stjórnvalda sem falið var að skoða valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum á fyrri hluta næsta árs. Hópurinn samanstendur af fjórum erlendum sérfræðingum og er ætlað að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Vilhjálmur bíður niðurstöðu nefndarinnar og segir að fulltrúar hópsins hafi rætt við hagaðila í nóvembermánuði. „Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Það má vel vera að við séum að komast bara á þennan stað að það þurfi að skoða þann möguleika að þetta sé íslensku krónunni um að kenna. Ég geri mér bara ekki grein fyrir því. Vonandi mun sú skýrsla sem verður gerð svara þeirri spurningu.“ Aðspurður hvort hann vilji gefast upp á íslensku krónunni segist Vilhjálmur hið minnsta vilja sjá skýrsluna. „Það er allavega ekki hægt að bjóða íslenskum neytendum upp á þetta ástand lengur. Þegar maður skoðar þetta bara frá aldamótum þá er meðaltalsverðbólga á Íslandi í kringum 5 prósent og meðaltalsstýrivextir í kringum 7 prósent. Með öðrum orðum, þetta hefur alltaf verið svona og það þarf eitthvað að breytast,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Verðlag Reykjavík síðdegis Kjaramál Íslenska krónan Tengdar fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Minni líkur eru á að Seðlabankinn lækki vexti í febrúar eftir að verðbólgan tók stóran kipp upp á við í desember að sögn hagfræðings. Óvenju mikil hækkun flugfargjalda í desember og snemmbúin hækkun hitaveituverðs er meðal þess sem skýrir meiri verðbólguaukningu milli mánaða en spár gerðu ráð fyrir. Þá sé undirliggjandi verðbólguþrýstingur meiri en búist hafi verið við sem sé áhyggjuefni. Hins vegar séu jákvæðari teikn á lofti hvað lýtur að húsaleigu- og matvælaverði. 22. desember 2025 14:02 Verðbólga eykst verulega Verðbólga mælist nú 4,5 prósent, miðað við 3,7 prósent í nóvember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 665,8 stig og hækkar um 1,15 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 531,0 stig og hækkar um 1,45 prósent frá nóvember 2025. Greiningardeildir Landsbankans og Arion banka höfðu spáð 3,9 prósenta verðbólgu. 22. desember 2025 09:11 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, um verðbólguhækkunina sem greint var frá í dag. Með þessu áframhaldi stefni í að núgildandi kjarasamningum verði sagt upp. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fer ársverðbólga úr 3,7 prósentum í 4,5 prósent milli mánaða og eykst því umtalsvert. Vísitala neysluverðs hækkar um 1,15 prósent frá því í nóvember og munar þar mestu um verðhækkanir á flugfargjöldum, hitaveitu, fatnaði og skóm. Vilhjálmur segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þessi hækkun hafi bein áhrif á verðtryggð lán heimilanna. „Verðtryggðar skuldir íslenskra heimila, sem nema rúmum 2.000 milljörðum, munu hækka um 23 milljarða eingöngu vegna þess að neysluvísitalan hækkar um 1,15 prósent á milli mánaða. Takið eftir. Um 23 milljarða munu verðtryggðar húsnæðisskuldir íslenskra heimila hækka á einungis einum mánuði,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Margar fjölskyldur hafi verið þvingaðar í verðtryggð lán þegar óverðtryggðir vextir hækkuðu og fóru í kringum 9 til 10 prósent. „Þetta er skelfilegt. Því að þetta er ekki eins og í öðrum löndum þar sem að jú verðlag hækkar en hjá okkur fáum við þetta tvöfalt til baka í gegnum þessar verðtryggðu skuldir,“ segir Vilhjálmur. Ríkisstjórnin sé alls ekki að gera nóg til að draga úr verðbólgu og von sé á skatta- og gjaldskrárhækkunum hjá ríki og sveitarfélögum. Vilhjálmur bætir við að háir vextir viðhaldi sömuleiðis hárri verðbólgu. „Íslensk fyrirtæki innan viðskiptahagkerfisins skulda 4.600 milljarða. Þannig að þegar fyrirtækin skulda mikið og vextirnir eru háir, hvað gerir verslun og aðrir þjónustuaðilar? Þeir setja það eðli málsins samkvæmt út í verðlagið sem síðan hækkar verðbólguna upp. Ef rökin, sem margir tala um, eru að launahækkanir valdi hér verðbólgu, þá hlýtur líka hátt vaxtastig að fara út í verðlagið með nákvæmlega sama hætti og er verið að halda fram að gerist með launin.“ Kjarasamningar í hættu Ef verðbólgan mælist áfram á sömu slóðum fram á næsta ár gæti það stefnt fjölmörgum kjarasamningum á vinnumarkaði í hættu. „Við lögðum mikið undir í síðustu kjarasamningum íslensk verkalýðshreyfing og vorum tilbúin hér til að ganga frá hófstilltum kjarasamningum, kjarasamningum sem byggðust upp á því að heildarlaunahækkanir væru ekki yfir 4 prósent, sem sagt þegar allt væri tekið með. Þetta var okkar framlag til þess að stuðla hér að lækkun verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta. Þetta er bara alls ekki að ganga eftir,“ segir Vilhjálmur. Samkvæmt sérstöku forsenduákvæði komi samningarnir til endurskoðunar í ágúst 2026 og ef tólf mánaða verðbólga mælist meiri en 4,7 prósent verði hægt að segja þeim upp. „Ég ætla alveg fúslega að viðurkenna það miðað við þessa mælingu og miðað við það sem fram undan er, bæði frá ríki og sveitarfélögum varðandi hinar ýmsu gjaldskrárhækkanir sem munu dynja á okkur, að þá eru bara töluverðar líkur á því að við verðum fyrir ofan 4,7 prósent ef allir fara ekki að róa í sömu átt,“ segir Vilhjálmur. Og er þá líklegt að samningunum verði sagt upp? „Það bara blasir við ef forsendur kjarasamninga munu bresta. Þá mun það gerast. Þá er þessari tilraun sem við gerðum með því að leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að skapa hér hóflega kjarasamninga, þá er það brostið og þá er sú tilraun endanlega farin út um gluggann, ef þannig má að orði komast.“ Vilhjálmur segir að bankarnir hagnist á núverandi ástandi þar sem þeir eigi meira af verðtryggðum eignum en skuldum. Mögulega krónunni að kenna Von er á niðurstöðu starfshóps stjórnvalda sem falið var að skoða valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum á fyrri hluta næsta árs. Hópurinn samanstendur af fjórum erlendum sérfræðingum og er ætlað að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. Vilhjálmur bíður niðurstöðu nefndarinnar og segir að fulltrúar hópsins hafi rætt við hagaðila í nóvembermánuði. „Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Það má vel vera að við séum að komast bara á þennan stað að það þurfi að skoða þann möguleika að þetta sé íslensku krónunni um að kenna. Ég geri mér bara ekki grein fyrir því. Vonandi mun sú skýrsla sem verður gerð svara þeirri spurningu.“ Aðspurður hvort hann vilji gefast upp á íslensku krónunni segist Vilhjálmur hið minnsta vilja sjá skýrsluna. „Það er allavega ekki hægt að bjóða íslenskum neytendum upp á þetta ástand lengur. Þegar maður skoðar þetta bara frá aldamótum þá er meðaltalsverðbólga á Íslandi í kringum 5 prósent og meðaltalsstýrivextir í kringum 7 prósent. Með öðrum orðum, þetta hefur alltaf verið svona og það þarf eitthvað að breytast,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Verðlag Reykjavík síðdegis Kjaramál Íslenska krónan Tengdar fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Minni líkur eru á að Seðlabankinn lækki vexti í febrúar eftir að verðbólgan tók stóran kipp upp á við í desember að sögn hagfræðings. Óvenju mikil hækkun flugfargjalda í desember og snemmbúin hækkun hitaveituverðs er meðal þess sem skýrir meiri verðbólguaukningu milli mánaða en spár gerðu ráð fyrir. Þá sé undirliggjandi verðbólguþrýstingur meiri en búist hafi verið við sem sé áhyggjuefni. Hins vegar séu jákvæðari teikn á lofti hvað lýtur að húsaleigu- og matvælaverði. 22. desember 2025 14:02 Verðbólga eykst verulega Verðbólga mælist nú 4,5 prósent, miðað við 3,7 prósent í nóvember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 665,8 stig og hækkar um 1,15 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 531,0 stig og hækkar um 1,45 prósent frá nóvember 2025. Greiningardeildir Landsbankans og Arion banka höfðu spáð 3,9 prósenta verðbólgu. 22. desember 2025 09:11 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Minni líkur eru á að Seðlabankinn lækki vexti í febrúar eftir að verðbólgan tók stóran kipp upp á við í desember að sögn hagfræðings. Óvenju mikil hækkun flugfargjalda í desember og snemmbúin hækkun hitaveituverðs er meðal þess sem skýrir meiri verðbólguaukningu milli mánaða en spár gerðu ráð fyrir. Þá sé undirliggjandi verðbólguþrýstingur meiri en búist hafi verið við sem sé áhyggjuefni. Hins vegar séu jákvæðari teikn á lofti hvað lýtur að húsaleigu- og matvælaverði. 22. desember 2025 14:02
Verðbólga eykst verulega Verðbólga mælist nú 4,5 prósent, miðað við 3,7 prósent í nóvember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 665,8 stig og hækkar um 1,15 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 531,0 stig og hækkar um 1,45 prósent frá nóvember 2025. Greiningardeildir Landsbankans og Arion banka höfðu spáð 3,9 prósenta verðbólgu. 22. desember 2025 09:11
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent