Innlent

Innan­lands­flugi af­lýst

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Það verður ekki flogið til Akureyrar í dag.
Það verður ekki flogið til Akureyrar í dag. Vísir/Tryggvi Páll

Flugferðum Icelandair og Norlandair frá Reykjavík til Akureyrar, Hornafjarðar og Bíldudals hefur verið aflýst. Enn er flugferð til Egilsstaða á áætlun.

Á vefsíðu Isavia má sjá að þremur af fjórum flugferðum dagsins hefur verið aflýst. 

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðvaranir víða um land í dag. Á Norðurlandi er appelsínugul veðurviðvörun í gildi og á Vestfjörðum er gul viðvörun. 

Farþegar sem voru á leið til Akureyrar fengu skilaboð í gær frá Icelandair þar sem varað var við að útlit væri fyrir að flugferðin yrði fyrir truflunum. Þeim var boðið að breyta bókuninni og fljúga fyrr, þeim að kostnaðarlausu.

Þetta eru skilaboðin sem bárust farþegum.Skjáskot

Á hádegi tekur gul veðurviðvörun gildi á Austurlandi en áætlað er að flugvél snúi aftur frá Egilsstöðum rétt eftir hádegi.

Ert þú í vandræðum vegna aflýstra flugferða? Kemst þú ekki heim fyrir jólin? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×