Handbolti

Birgir byrjaði ró­lega eftir jóla­frí en fagnaði sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Birgir Steinn Jónsson er að spila í fyrsta sinn sem atvinnumaður erlendis. 
Birgir Steinn Jónsson er að spila í fyrsta sinn sem atvinnumaður erlendis.  IK Sävehof

Birgir Steinn Jónsson skoraði eitt mark í 34-31 sigri Savehof gegn botnliði Vasteraslrsta í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Birgir Steinn er á sínu fyrsta tímabili í Svíþjóð og hafði skorað að meðaltali 2,59 mörk í síðustu sextán leikjum.

Hann var því aðeins undir meðalskori í dag en gat glaðst yfir góðum sigri sem styrkir stöðu liðsins í fjórða sæti deildarinnar.

Áður en Birgir hélt utan var hann einn allra besti leikmaður Olís deildarinnar, sem leikmaður Aftureldingar og Gróttu en hann er uppalinn hjá Stjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×