Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. desember 2025 23:01 Aitana Bonmatí með Gullhnöttinn sem hún vann þriðja árið í röð. Getty/Angel Martinez Aitana Bonmatí, sem á dögunum var valin besta fótboltakona heims þriðja árið í röð, segir að fótbrotið á dögunum gæfi henni tækifæri til að slaka á í fyrsta sinn í fimm ár. Frábært ár Bonmatí með Barcelona og spænska landsliðinu endaði þó með vonbrigðum í síðasta mánuði þegar þrefaldi Gullknattarhafinn fótbrotnaði á æfingu fyrir úrslitaleik La Roja í Þjóðadeild UEFA gegn Þýskalandi. Það þýðir að hún spilar ekki fótbolta í fimm mánuði. „Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem ég hef orðið fyrir á ferlinum. Ég hef kannski fengið smávægileg meiðsli, einn mánuð, einn og hálfan mánuð, en aldrei fjóra eða fimm mánuði með aðgerð,“ sagði Aitana Bonmatí við ESPN. Fyrsta sinn í þessari stöðu „Þetta er því í fyrsta sinn sem ég er í þessari stöðu. En ég tek þessu á jákvæðan hátt. Ég nota þetta tækifæri til að slaka á, hugsa um sjálfa mig og vera róleg,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí is eager to return to play 😫 ESPN’s top women’s soccer player of the year shares how she has been finding her footing during recovery 💬 pic.twitter.com/ASDMJLMtI6— ESPN FC (@ESPNFC) December 24, 2025 Bonmatí hefur varla misst úr leik á fótboltadagatalinu undanfarin ár, þar sem bæði Barcelona og Spánn hafa komist langt í öllum keppnum sem þau taka þátt í. „Síðustu fimm ár hafa verið frábær, en líka erfið, hvort tveggja,“ bætti Bonmatí við. „Því þegar ég lít til baka núna, þá eru þetta svo mörg ár á toppnum, nánast án hvíldar, þar sem ég hef spilað næstum allt sem, auk margra sigra og frábærra stunda, hefur í för með sér verulegt álag“ sagði Bonmatí. Geta hjálpað mér að slaka á „Ég held að þessi meiðsli geti hjálpað mér að slaka á á þann hátt sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Þetta er annað markmið fyrir mig, öðruvísi markmið en að vinna titla eða eitthvað slíkt. Það snýst um að ná góðum bata og koma betri til baka en ég var,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí refuses to stop rewriting the history books of the women's game...🤯She has now won BACK-TO-BACK-TO-BACK Ballon d'Ors and FIFA The Best Women's Player awards 😳👏Simply the best 🏆🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/6cPoovDz2T— OneFootball (@OneFootball) December 16, 2025 Ef allt gengur að óskum ætti Bonmatí að hefja æfingar aftur einhvern tímann í apríl og þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en í lok maí gæti hún enn gegnt mikilvægu hlutverki í því hvernig tímabil Barcelona endar þegar liðið reynir að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum gegn Arsenal í fyrra. Ekki verstu meiðslin „Núna einbeiti ég mér bara að batanum. Markmið mitt er að vera komin til baka fyrir lok tímabilsins og ég held að það sé mögulegt því þetta eru ekki verstu meiðslin sem ég gæti fengið,“ sagði Bonmatí. Ísland og Spánn eru saman í riðli í undankeppni HM og Bonmatí missir örugglega af fyrri leik þjóðanna á Spáni í mars en ætti að geta mætt klár til Íslands þegar seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í júní. HM 2027 í Brasilíu Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Frábært ár Bonmatí með Barcelona og spænska landsliðinu endaði þó með vonbrigðum í síðasta mánuði þegar þrefaldi Gullknattarhafinn fótbrotnaði á æfingu fyrir úrslitaleik La Roja í Þjóðadeild UEFA gegn Þýskalandi. Það þýðir að hún spilar ekki fótbolta í fimm mánuði. „Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem ég hef orðið fyrir á ferlinum. Ég hef kannski fengið smávægileg meiðsli, einn mánuð, einn og hálfan mánuð, en aldrei fjóra eða fimm mánuði með aðgerð,“ sagði Aitana Bonmatí við ESPN. Fyrsta sinn í þessari stöðu „Þetta er því í fyrsta sinn sem ég er í þessari stöðu. En ég tek þessu á jákvæðan hátt. Ég nota þetta tækifæri til að slaka á, hugsa um sjálfa mig og vera róleg,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí is eager to return to play 😫 ESPN’s top women’s soccer player of the year shares how she has been finding her footing during recovery 💬 pic.twitter.com/ASDMJLMtI6— ESPN FC (@ESPNFC) December 24, 2025 Bonmatí hefur varla misst úr leik á fótboltadagatalinu undanfarin ár, þar sem bæði Barcelona og Spánn hafa komist langt í öllum keppnum sem þau taka þátt í. „Síðustu fimm ár hafa verið frábær, en líka erfið, hvort tveggja,“ bætti Bonmatí við. „Því þegar ég lít til baka núna, þá eru þetta svo mörg ár á toppnum, nánast án hvíldar, þar sem ég hef spilað næstum allt sem, auk margra sigra og frábærra stunda, hefur í för með sér verulegt álag“ sagði Bonmatí. Geta hjálpað mér að slaka á „Ég held að þessi meiðsli geti hjálpað mér að slaka á á þann hátt sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Þetta er annað markmið fyrir mig, öðruvísi markmið en að vinna titla eða eitthvað slíkt. Það snýst um að ná góðum bata og koma betri til baka en ég var,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí refuses to stop rewriting the history books of the women's game...🤯She has now won BACK-TO-BACK-TO-BACK Ballon d'Ors and FIFA The Best Women's Player awards 😳👏Simply the best 🏆🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/6cPoovDz2T— OneFootball (@OneFootball) December 16, 2025 Ef allt gengur að óskum ætti Bonmatí að hefja æfingar aftur einhvern tímann í apríl og þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en í lok maí gæti hún enn gegnt mikilvægu hlutverki í því hvernig tímabil Barcelona endar þegar liðið reynir að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum gegn Arsenal í fyrra. Ekki verstu meiðslin „Núna einbeiti ég mér bara að batanum. Markmið mitt er að vera komin til baka fyrir lok tímabilsins og ég held að það sé mögulegt því þetta eru ekki verstu meiðslin sem ég gæti fengið,“ sagði Bonmatí. Ísland og Spánn eru saman í riðli í undankeppni HM og Bonmatí missir örugglega af fyrri leik þjóðanna á Spáni í mars en ætti að geta mætt klár til Íslands þegar seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í júní.
HM 2027 í Brasilíu Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira