Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2025 17:50 Jólaandann var svo sannarlega að finna á götum Hamborgar þennan annan í jólum. Aðsend Strætóbílstjóri sem ekur leigubíl í hjáverkum margbætti jól ungs þýsks drengs og fjölskyldu hans með því að koma til hans heyrnartólum sem hann hafði gleymt í leigubíl á leiðinni á Keflavíkurflugvöll, alla leiðina til Hamborgar. Atburðarásin er sannarlega til marks um það að andi jólanna svífi yfir vötnum. Yusuf Sert er tyrkneskur maður sem ekur strætisvögnum í Reykjavík en er einnig leigubílstjóri í hjáverkum. Það var 30. október síðastliðinn sem þjónustu hans var óskað við að koma þýskri fjölskyldu frá hóteli sínu í Reykjavík og út á flugvöll. Áttuðu sig of seint Fjölskyldan var í tímaþröng enda hafði bílaleigubíll sem þau höfðu leigt bilað og stutt var í flugið. Þrátt fyrir stressið segir Yusuf að þau hafi átt indælt spjall á leiðinni, meðal annars um heimaborg þeirra Hamborg. Fjölskyldan, sem telur föður, móður og ungan dreng, náði til allrar hamingju fluginu sínu heim en Yusuf áttaði sig þá á því að heyrnartól hefðu orðið eftir um borð í bílnum. Heyrnartólin skiluðu sér þvert yfir Norðursjó.Aðsend Hann hafði þá samband við fjölskylduna sem sagði honum að hann mætti senda þeim heyrnartólin í pósti ef það væri ekki of dýrt. Að vel könnuðu máli komst fjölskyldan að þeirri niðurstöðu að betra væri að láta það eiga sig, það væri svo dýrt að fá það sent til Þýskalands. „En þá fór ég að skipuleggja ferðalag. Ég elska að ferðast og fór að lesa mér til um Hamborg,“ segir Yusuf. „Besti leigubílstjóri í heimi“ Að lokum ákvað hann að fljúga til Kaupmannahafnar, dvelja þar í tvo daga, taka svo rútu til Hamborgar, dvelja þar í aðra tvo og fljúga svo þaðan til Tyrklands þaðan sem hann kemur. Hann lagði upp í ferðalagið rétt fyrir jól og kom til Hamborgar í morgun þar sem hann kom heyrnartólunum aftur í hendur drengsins sem var yfir sig þakklátur. Drengurinn útbjó þennan fallega þakkarvott handa Yusuf.Aðsend Hann hafði þá útbúið sérstaka gjafaöskju sem þakkarvott fyrir Yusuf sem hann skreytti með jólatré sem hann föndraði. Áletrað á jólatréð voru innilegar þakkarkveðjur frá drengnum á bæði þýsku og ensku. „Takk fyrir að hafa skilað heyrnartólunum til mín. Þú ert besti leigubílstjóri í heimi. Þinn Henry,“ skrifaði hann. Vissi hvað hann sá eftir þeim Yusuf segir þetta hafa verið sannkallaða jólastund. „Ég hefði alveg haft not af heyrnartólunum en sem fyrrum heimspekikennari vissi ég að það var ekki það best aí stöðunni. Auðvitað átti ég að reyna mitt besta til að skila drengnum heyrnartólunum sínum. Faðir hans hafði sagt mér frá því hvað honum sárnaði að hafa týnt þeim,“ segir Yusuf. Jól Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira
Atburðarásin er sannarlega til marks um það að andi jólanna svífi yfir vötnum. Yusuf Sert er tyrkneskur maður sem ekur strætisvögnum í Reykjavík en er einnig leigubílstjóri í hjáverkum. Það var 30. október síðastliðinn sem þjónustu hans var óskað við að koma þýskri fjölskyldu frá hóteli sínu í Reykjavík og út á flugvöll. Áttuðu sig of seint Fjölskyldan var í tímaþröng enda hafði bílaleigubíll sem þau höfðu leigt bilað og stutt var í flugið. Þrátt fyrir stressið segir Yusuf að þau hafi átt indælt spjall á leiðinni, meðal annars um heimaborg þeirra Hamborg. Fjölskyldan, sem telur föður, móður og ungan dreng, náði til allrar hamingju fluginu sínu heim en Yusuf áttaði sig þá á því að heyrnartól hefðu orðið eftir um borð í bílnum. Heyrnartólin skiluðu sér þvert yfir Norðursjó.Aðsend Hann hafði þá samband við fjölskylduna sem sagði honum að hann mætti senda þeim heyrnartólin í pósti ef það væri ekki of dýrt. Að vel könnuðu máli komst fjölskyldan að þeirri niðurstöðu að betra væri að láta það eiga sig, það væri svo dýrt að fá það sent til Þýskalands. „En þá fór ég að skipuleggja ferðalag. Ég elska að ferðast og fór að lesa mér til um Hamborg,“ segir Yusuf. „Besti leigubílstjóri í heimi“ Að lokum ákvað hann að fljúga til Kaupmannahafnar, dvelja þar í tvo daga, taka svo rútu til Hamborgar, dvelja þar í aðra tvo og fljúga svo þaðan til Tyrklands þaðan sem hann kemur. Hann lagði upp í ferðalagið rétt fyrir jól og kom til Hamborgar í morgun þar sem hann kom heyrnartólunum aftur í hendur drengsins sem var yfir sig þakklátur. Drengurinn útbjó þennan fallega þakkarvott handa Yusuf.Aðsend Hann hafði þá útbúið sérstaka gjafaöskju sem þakkarvott fyrir Yusuf sem hann skreytti með jólatré sem hann föndraði. Áletrað á jólatréð voru innilegar þakkarkveðjur frá drengnum á bæði þýsku og ensku. „Takk fyrir að hafa skilað heyrnartólunum til mín. Þú ert besti leigubílstjóri í heimi. Þinn Henry,“ skrifaði hann. Vissi hvað hann sá eftir þeim Yusuf segir þetta hafa verið sannkallaða jólastund. „Ég hefði alveg haft not af heyrnartólunum en sem fyrrum heimspekikennari vissi ég að það var ekki það best aí stöðunni. Auðvitað átti ég að reyna mitt besta til að skila drengnum heyrnartólunum sínum. Faðir hans hafði sagt mér frá því hvað honum sárnaði að hafa týnt þeim,“ segir Yusuf.
Jól Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira