Körfubolti

Elvar stiga­hæstur en fékk ekki sigur í jóla­gjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld.
Elvar Már Friðriksson hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. Vísir/Anton Brink

Elvar Már Friðriksson og félagar í Anwil Wloclawek urðu að sætta sig við tap í pólsku körfuboltadeildinni í kvöld þrátt fyrir stórleik íslenska landsliðsmannsins.

Anwil mætti þá liðinu í öðru sæti, Slask Wroclaw, á útivelli og tapaði með sjö stiga mun, 86-79. 

Elvar var stigahæstur í sínu liði með sextán stig auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum í þessum leik.

Þrátt fyrir þessa frábæru hittni hans dugði það því miður ekki til að fá sigur í jólagjöf. Elvar hefði kannski mátt skjóta meira fyrir utan en hann var með frábæra nýtingu.

Anwil byrjaði leikinn vel og var 27-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann en það munaði bara einu stigi á liðunum í hálfleik, 47-46.

Heimamenn voru síðan mun sterkari í seinni hálfleik, náðu upp góðu forkskoti og unnu góðan sigur.  Leikmenn Anwil gáfust þó aldrei upp og náðu næstum því að vinna upp forskotið í lokin en munurinn fór aftur niður í fjögur stig.

Anwil er í tíunda sæti með sex sigra og sex töp í fyrstu tólf leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×