Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2025 23:20 Luke Littler er vinsæll og veit af því. Getty/James Fearn Átján ára gamli heimsmeistarinn Luke Littler steig ekki feilspor gegn hinum austurríska Mensur Suljovic, sem er 35 árum eldri, á HM í pílukasti í kvöld. Einn hæst metni keppandinn féll hins vegar afar óvænt úr leik og nú eru sex af sextán efstu mönnum heimslistans úr leik á HM. Enn eru tíu leikir eftir í 32 manna úrslitum en það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum. Engin þó óvæntari en í kvöld þegar Stephen Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, tapaði fyrir James Hurrell sem er í 63. sæti listans. Bunting var dyggilega studdur í Alexandra Palace en það sló þögn á fólkið þegar Hurrell reyndist svo stór hindrun og rúmlega það því hann vann 4-3 sigur. Sex af sextán efstu úr leik Þar með hafa eins og fyrr segir eftirtaldir sex af sextán efstu mönnum heimslistans fallið úr keppni: Stephen Bunting (4. á heimslista) Danny Noppert (6) James Wade (7) Chris Dobey (8) Gerwyn Price (9) Ross Smith (12) Littler átti lokaleik kvöldsins og svitnaði ekki einu sinni, í afar öruggum 4-0 sigri gegn Suljovic sem gat ekki annað en hrist höfuðið og brosað þrátt fyrir tapið. Frammistaða Littler undirstrikar enn hversu sigurstranglegur hann er á mótinu en hann náði að meðaltali 107,09 og náði 180 alls níu sinnum. Littler var með 71% nýtingu í útskotunum þar sem hann var meðal annars fjórum sinnum með yfir 100 og best 124, og viðurkenndi að hann hefði varla séð betri tölur hjá sér. Fyrr í kvöld hélt Svíinn fúlskeggjaði Andreas Harrysson áfram að koma á óvart og sló út Ricardo Pietreczko með 4-3 sigri. Áfram verður keppt í 32 manna úrslitum á morgun og á mánudag en á mánudagskvöldið hefjast svo 16 manna úrslitin. Úrslit dagsins: Wesley Plaisier 3-4 Kryzsztof Ratajski Andrew Gilding 1-4 Luke Woodhouse (25) Jonny Clayton (5) 4-3 Niels Zonneveld Andreas Harrysson 4-3 Ricardo Pietreczko Stephen Bunting (4) 3-4 James Hurrell Luke Littler (1) 4-0 Mensur Suljovic Pílukast Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Sjá meira
Enn eru tíu leikir eftir í 32 manna úrslitum en það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum. Engin þó óvæntari en í kvöld þegar Stephen Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, tapaði fyrir James Hurrell sem er í 63. sæti listans. Bunting var dyggilega studdur í Alexandra Palace en það sló þögn á fólkið þegar Hurrell reyndist svo stór hindrun og rúmlega það því hann vann 4-3 sigur. Sex af sextán efstu úr leik Þar með hafa eins og fyrr segir eftirtaldir sex af sextán efstu mönnum heimslistans fallið úr keppni: Stephen Bunting (4. á heimslista) Danny Noppert (6) James Wade (7) Chris Dobey (8) Gerwyn Price (9) Ross Smith (12) Littler átti lokaleik kvöldsins og svitnaði ekki einu sinni, í afar öruggum 4-0 sigri gegn Suljovic sem gat ekki annað en hrist höfuðið og brosað þrátt fyrir tapið. Frammistaða Littler undirstrikar enn hversu sigurstranglegur hann er á mótinu en hann náði að meðaltali 107,09 og náði 180 alls níu sinnum. Littler var með 71% nýtingu í útskotunum þar sem hann var meðal annars fjórum sinnum með yfir 100 og best 124, og viðurkenndi að hann hefði varla séð betri tölur hjá sér. Fyrr í kvöld hélt Svíinn fúlskeggjaði Andreas Harrysson áfram að koma á óvart og sló út Ricardo Pietreczko með 4-3 sigri. Áfram verður keppt í 32 manna úrslitum á morgun og á mánudag en á mánudagskvöldið hefjast svo 16 manna úrslitin. Úrslit dagsins: Wesley Plaisier 3-4 Kryzsztof Ratajski Andrew Gilding 1-4 Luke Woodhouse (25) Jonny Clayton (5) 4-3 Niels Zonneveld Andreas Harrysson 4-3 Ricardo Pietreczko Stephen Bunting (4) 3-4 James Hurrell Luke Littler (1) 4-0 Mensur Suljovic
Pílukast Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Sjá meira