Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2025 13:33 Christopher Nkunku skoraði tvö mörk gegn Verona. Hann fagnaði með því að blása upp rauða blöðru. getty/Claudio Villa AC Milan endurheimti toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri á Verona á heimavelli í dag. Þetta var fjórði sigur Milan í síðustu fimm deildarleikjum og liðið er með 35 stig á toppnum, tveimur stigum meira en grannarnir í Inter sem mæta Atalanta síðar í dag. Christian Pulisic hefur verið í góðum gír að undanförnu og hann kom Milan yfir eftir hornspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Bandaríski landsliðsmaðurinn hefur skorað átta mörk í ellefu deildarleikjum á tímabilinu. Christopher Nkunku, sem er á láni hjá Milan frá Chelsea, kláraði svo leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Á 48. mínútu skoraði hann sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan úr vítaspyrnu og fimm mínútum síðar jók hann muninn í 3-0 þegar hann fylgdi eftir skoti Lukas Modric sem fór í stöngina. Næsti leikur Milan er gegn Cagliari á Sardiníu á föstudaginn. Verona er í 18. sæti deildarinnar með tólf stig en liðið hefur aðeins unnið tvo af sextán leikjum sínum á tímabilinu. Ítalski boltinn
AC Milan endurheimti toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri á Verona á heimavelli í dag. Þetta var fjórði sigur Milan í síðustu fimm deildarleikjum og liðið er með 35 stig á toppnum, tveimur stigum meira en grannarnir í Inter sem mæta Atalanta síðar í dag. Christian Pulisic hefur verið í góðum gír að undanförnu og hann kom Milan yfir eftir hornspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Bandaríski landsliðsmaðurinn hefur skorað átta mörk í ellefu deildarleikjum á tímabilinu. Christopher Nkunku, sem er á láni hjá Milan frá Chelsea, kláraði svo leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Á 48. mínútu skoraði hann sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan úr vítaspyrnu og fimm mínútum síðar jók hann muninn í 3-0 þegar hann fylgdi eftir skoti Lukas Modric sem fór í stöngina. Næsti leikur Milan er gegn Cagliari á Sardiníu á föstudaginn. Verona er í 18. sæti deildarinnar með tólf stig en liðið hefur aðeins unnið tvo af sextán leikjum sínum á tímabilinu.