Fótbolti

Hneysklaður á ó­sönnum orðrómum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Pulisic segir orðróma um að hann og Sweeney stingi saman nefjum ósanna.
Pulisic segir orðróma um að hann og Sweeney stingi saman nefjum ósanna. Samsett/Getty

Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic, leikmaður AC Milan á Ítalíu, segir ósatt að hann og leikkonan Sydney Sweeney séu að hittast. Hann vill að blaðamenn séu dregnir til ábyrgðar.

Gazzetta dello Sport á Ítalíu er meðal miðla sem greindu frá því um helgina að þau Pulisic og Sweeney væru að stinga saman nefjum. Pulisic sá ástæðu til að svara sögusögnunum á Instagram í dag.

„Vinsamlegast hættið að spinna sögur um einkalíf mitt. Það þarf að draga fjölmiðla til ábyrgðar, þetta getur haft áhrif á líf fólks,“ skrifaði Pulisic sem skoraði eitt marka AC Milan í 3-0 sigri á Verona í dag.

Bæði Pulisic og Sweeney eru í sambandi. Pulisic hefur verið með golfaranum Alexu Melton. Sweeney er með bandaríska kaupsýslumanninum Scooter Braun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×