Halldór Blöndal borinn til grafar Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2025 15:51 Kista Halldórs fyrir utan kirkju eftir athöfnina. Dulúðleg þoka lagðist var yfir Reykjavíkurborg þá er Halldór Blöndal var jarðsunginn. vísir/lýður valberg Jarðarför Halldórs Blöndals var gerð frá Hallgrímskirkju eftir hádegið. Full kirkja var og auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands voru forsetarnir fyrrverandi Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson meðal viðstaddra. Halldór, sem var einn áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um langt skeið, lést á Landspítalanum 16. desember síðastliðinn og var 87 ára þegar hann andaðist. Hann var fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1938. Halldór lætur eftir sig dæturnar Ragnhildi og Stellu, soninn Pétur og fóstursynina Eymund og Þóri Bjarka Matthíassyni Kjeld. Sálmaskrá við útför Halldórs.vísir/Lýður Valberg Fjöldi manna fylgdi Halldóri síðasta spölinn, þeirra á meðal var Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands en Halldór var þingmaður Sjálfstæðisflokksins lengi, landbúnaðar- og samgönguráðherra auk þess sem hann var forseti Alþingis 1999-2005. Halldór var landsþekktur hagyrðingur og þótti með skemmtilegri mönnum. Af honum eru til margar góðar sögur eins og sú sem Þórarinn Stefánsson tölvumaður segir til að mynda á Facebook-síðu sinni. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti sat á þingi með Halldóri. Í bakgrunni má sjá Guðna Th. Jóhannesson sem tók við á Bessastöðum af Ólafi Ragnari.vísir/lýður valberg Þetta var frá þeim tíma sem Halldór var landbúnaðarráðherra, að hann hafi þá setið í sal á Kastrup-flugvelli. Halldór og aðstoðarmaður hans sátu nokkrum sætum frá og voru að pískra eitthvað eða þar til Halldór sagði hvasst: „Hann er krati, hann er fylgjandi frjálsum innflutningi!“ Séð inn kirkjugólfið. Megas var meðal viðstaddra.vísir/lýður valberg Við svo búið gekk aðstoðarmaðurinn yfir til Þórarins með fríhafnarpoka og spurði hvort hann væri nokkuð til í að bera pylsurnar sem Halldór hafði keypt í gegnum tollinn heima. Þórarinn hélt það nú. Halldór kvaddur hinstu kveðju. vísir/lýður valberg Samflokksmenn hans minnast Halldórs sem einstaks heiðursmanns. Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, birti mynd af sér og honum á Facebook-síðu sinni. „Þessi mynd var tekin í mars 2024 þegar Halldór hafði setið sinn síðasta þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins. Troðfull kirkja var þegar Halldóri var fylgt eftir síðasta spölinn.vísir/lýður valberg Þann fyrsta sat hann árið 1960 og sat hann þingflokksfundi með öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins nema Jóni Þorlákssyni. Það var alltaf hátíðlegt þegar Halldór mætti og fékk kökubita í skiptum fyrir heilræði og vísur. Símhringingar frá honum voru svo líklega stystu og kjarnyrtustu símtöl Íslandssögunnar þar sem alls engar málalengingar voru um efni máls,” segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn Hallgrímskirkja Reykjavík Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Halldór, sem var einn áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um langt skeið, lést á Landspítalanum 16. desember síðastliðinn og var 87 ára þegar hann andaðist. Hann var fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1938. Halldór lætur eftir sig dæturnar Ragnhildi og Stellu, soninn Pétur og fóstursynina Eymund og Þóri Bjarka Matthíassyni Kjeld. Sálmaskrá við útför Halldórs.vísir/Lýður Valberg Fjöldi manna fylgdi Halldóri síðasta spölinn, þeirra á meðal var Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands en Halldór var þingmaður Sjálfstæðisflokksins lengi, landbúnaðar- og samgönguráðherra auk þess sem hann var forseti Alþingis 1999-2005. Halldór var landsþekktur hagyrðingur og þótti með skemmtilegri mönnum. Af honum eru til margar góðar sögur eins og sú sem Þórarinn Stefánsson tölvumaður segir til að mynda á Facebook-síðu sinni. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti sat á þingi með Halldóri. Í bakgrunni má sjá Guðna Th. Jóhannesson sem tók við á Bessastöðum af Ólafi Ragnari.vísir/lýður valberg Þetta var frá þeim tíma sem Halldór var landbúnaðarráðherra, að hann hafi þá setið í sal á Kastrup-flugvelli. Halldór og aðstoðarmaður hans sátu nokkrum sætum frá og voru að pískra eitthvað eða þar til Halldór sagði hvasst: „Hann er krati, hann er fylgjandi frjálsum innflutningi!“ Séð inn kirkjugólfið. Megas var meðal viðstaddra.vísir/lýður valberg Við svo búið gekk aðstoðarmaðurinn yfir til Þórarins með fríhafnarpoka og spurði hvort hann væri nokkuð til í að bera pylsurnar sem Halldór hafði keypt í gegnum tollinn heima. Þórarinn hélt það nú. Halldór kvaddur hinstu kveðju. vísir/lýður valberg Samflokksmenn hans minnast Halldórs sem einstaks heiðursmanns. Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, birti mynd af sér og honum á Facebook-síðu sinni. „Þessi mynd var tekin í mars 2024 þegar Halldór hafði setið sinn síðasta þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins. Troðfull kirkja var þegar Halldóri var fylgt eftir síðasta spölinn.vísir/lýður valberg Þann fyrsta sat hann árið 1960 og sat hann þingflokksfundi með öllum formönnum Sjálfstæðisflokksins nema Jóni Þorlákssyni. Það var alltaf hátíðlegt þegar Halldór mætti og fékk kökubita í skiptum fyrir heilræði og vísur. Símhringingar frá honum voru svo líklega stystu og kjarnyrtustu símtöl Íslandssögunnar þar sem alls engar málalengingar voru um efni máls,” segir Hildur.
Sjálfstæðisflokkurinn Hallgrímskirkja Reykjavík Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira