Innlent

Tvö hand­tekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrír gistu fangageymslur lögreglu í morgunsárið.
Þrír gistu fangageymslur lögreglu í morgunsárið. Vísir/Vilhelm

Að minnsta kosti sjö voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þeirra á meðal maður og kona sem grunuð eru um þjófnað í raftækjaverslun. Þá voru þrír menn handteknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir eru einnig grunaðir í öðru máli er varðar þjófnað.

Einn var handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og lyfja en sá er einnig grunaður um sölu áfengis, peningaþvætti, skutl án rekstrarleyfis og barnaverndarlagabrot. Einn var stöðvaður í umferðinni og handtekinn, grunaður um ölvunarakstur.

Lögreglu barst ein tilkynning um þjófnað í verslun og þá kom hún að málum vegna ölvaðs manns sem svaf í anddyri byggingar. Var viðkomandi vakinn og honum gert að hafa sig á brott. Lögregla sinnti einnig ýmsum verkefnum í umferðinni og stöðvaði meðal annars réttindalausa og fjarlægði skráningarmerki af óskoðuðum bifreiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×