Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2025 12:34 Konur sem flúðu frá El Fasher í röð eftir mataraðstoð. AP/Marwan Ali Borgin El Fasher í Súdan er að mestu yfirgefin en lítill fjöldi fólks heldur til í rústum húsa eða undir grófum híbýlum úr plasti. Þetta segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tókst nýverið að heimsækja borgina, í fyrsta sinn síðan vígamenn hóps sem kallast RSF frömdu þar mikil ódæði fyrr í vetur. Áætlað er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi flúið borgina þegar hún féll í hendur RSF-liða í lok október. Það var eftir um fimm hundruð daga umsátur um borgina og höfðu aðstæður þar versnað verulega á þeim tíma. Fljótt eftir fall hennar fóru að berast fregnir af umfangsmiklum ódæðum RSF-liða sem voru ófeimnir við að taka sjálfa sig upp myrða óbreytta borgara og birta myndböndin á netinu. Fjölda fólks er enn saknað eftir fall borgarinnar. Gervihnattamyndir vörpuðu í kjölfarið ljósi á umfang ódæðanna í El Fasher, þar sem stórir blóðpollar og hrúgur líka voru sýnilegar á þeim. Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn hafa sagt að ódæðin hafi mögulega verið stríðsglæpir eða glæpir gegn mannkyninu. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að gervihnattamyndir bentu til þess að RSF-liðar hafi reynt að hylma yfir ódæði sín með því að grafa og brenna lík fólks í borginni. 🚨 MAJOR REPORT🚨 RSF conducted widespread and systematic mass killing in El Fasher. @HRL_YaleSPH identifies 150 clusters of objects consistent with human remains throughout El Fasher and surrounding areas between 26 October - 1 November 2025.Since then, RSF has destroyed and… pic.twitter.com/9w0U0iApwY— Humanitarian Research Lab (HRL) at YSPH (@HRL_YaleSPH) December 16, 2025 Veikburða og særðir skildir eftir Það tók starfsmenn Sameinuðu þjóðanna langan tíma að fá leyfi til að ferðast til El Fasher og skoða borgina. Markmiðið var að sjá hvort hægt væri að aðstoða íbúa þar. Í samtali við Reuters segja starfsmenn SÞ sem heimsóttu El Fasher að bersýnilegt hafi verið á þeim sem urðu eftir í borginni, og eru þar enn, að þeir hafi gengið gegnum erfiða tíma. Það sjáist hreinlega framan í þeim. Þá hefur fréttaveitan eftir fólki að þeir sem urðu eftir í El Fasher hafi líklega verið of veikburða til að flýja eða særðir. Fólkið hefur lítinn aðgang að matvælum og öðrum nauðsynjum eins og drykkjarvatni. Þorp í kringum borgina höfðu einnig verið yfirgefin. Þegar kom að sjúkrahúsi, þar sem RSF-liðar eru sagðir hafa myrt 460 manns, sáu starfsmenn SÞ heilbrigðisstarfsfólk en engar birgðir voru til staðar í sjúkrahúsinu og starfsemin lítil sem engin. Starfsmenn SÞ sögðust hafa sérstakar áhyggjur af fólki sem gæti hafa verið handsamað af RSF. Denise Brown, sem stýrði heimsókninni, lýsti El Fasher, sem hýsti eitt sinn meira en milljón manns, sem draugabæ. Það sagði hún í viðtali við France24. Sérstaklega blóðugur kafli í langri og blóðugri bók Fall El Fasher var einhver blóðugasti viðburður mjög blóðugra átaka í Súdan en borgin var eitt síðasta vígi stjórnarhersins í Darfur-héraði. Stjórn Súdan skiptist nú í raun í tvennt, þar sem stjórnarherinn heldur austurhluta landsins og RSF-liðar vesturhlutanum. Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Súdan Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Fimmtíu hið minnsta voru drepin í drónaárás í byggðinni Kalogi í Suður-Kordófanhéraði Súdan sem sögð er hafa hæft leikskóla. Minnst 33 börn eru sögð hafa látist. 6. desember 2025 20:52 Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05 Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Leyniþjónustur Bandaríkjanna og embættismenn í Evrópu, Líbíu og Egyptalandi segja að ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi aukið hergagnasendingar til vígamanna Rapid support forces (RSF) í Súdan á þessu ári. Kínverskir drónar hafa verið sendir til vígamannanna, auk stórskotaliðsvopna, farartækja, vélbyssa og skotfæra, svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:05 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Áætlað er að rúmlega hundrað þúsund manns hafi flúið borgina þegar hún féll í hendur RSF-liða í lok október. Það var eftir um fimm hundruð daga umsátur um borgina og höfðu aðstæður þar versnað verulega á þeim tíma. Fljótt eftir fall hennar fóru að berast fregnir af umfangsmiklum ódæðum RSF-liða sem voru ófeimnir við að taka sjálfa sig upp myrða óbreytta borgara og birta myndböndin á netinu. Fjölda fólks er enn saknað eftir fall borgarinnar. Gervihnattamyndir vörpuðu í kjölfarið ljósi á umfang ódæðanna í El Fasher, þar sem stórir blóðpollar og hrúgur líka voru sýnilegar á þeim. Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn hafa sagt að ódæðin hafi mögulega verið stríðsglæpir eða glæpir gegn mannkyninu. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að gervihnattamyndir bentu til þess að RSF-liðar hafi reynt að hylma yfir ódæði sín með því að grafa og brenna lík fólks í borginni. 🚨 MAJOR REPORT🚨 RSF conducted widespread and systematic mass killing in El Fasher. @HRL_YaleSPH identifies 150 clusters of objects consistent with human remains throughout El Fasher and surrounding areas between 26 October - 1 November 2025.Since then, RSF has destroyed and… pic.twitter.com/9w0U0iApwY— Humanitarian Research Lab (HRL) at YSPH (@HRL_YaleSPH) December 16, 2025 Veikburða og særðir skildir eftir Það tók starfsmenn Sameinuðu þjóðanna langan tíma að fá leyfi til að ferðast til El Fasher og skoða borgina. Markmiðið var að sjá hvort hægt væri að aðstoða íbúa þar. Í samtali við Reuters segja starfsmenn SÞ sem heimsóttu El Fasher að bersýnilegt hafi verið á þeim sem urðu eftir í borginni, og eru þar enn, að þeir hafi gengið gegnum erfiða tíma. Það sjáist hreinlega framan í þeim. Þá hefur fréttaveitan eftir fólki að þeir sem urðu eftir í El Fasher hafi líklega verið of veikburða til að flýja eða særðir. Fólkið hefur lítinn aðgang að matvælum og öðrum nauðsynjum eins og drykkjarvatni. Þorp í kringum borgina höfðu einnig verið yfirgefin. Þegar kom að sjúkrahúsi, þar sem RSF-liðar eru sagðir hafa myrt 460 manns, sáu starfsmenn SÞ heilbrigðisstarfsfólk en engar birgðir voru til staðar í sjúkrahúsinu og starfsemin lítil sem engin. Starfsmenn SÞ sögðust hafa sérstakar áhyggjur af fólki sem gæti hafa verið handsamað af RSF. Denise Brown, sem stýrði heimsókninni, lýsti El Fasher, sem hýsti eitt sinn meira en milljón manns, sem draugabæ. Það sagði hún í viðtali við France24. Sérstaklega blóðugur kafli í langri og blóðugri bók Fall El Fasher var einhver blóðugasti viðburður mjög blóðugra átaka í Súdan en borgin var eitt síðasta vígi stjórnarhersins í Darfur-héraði. Stjórn Súdan skiptist nú í raun í tvennt, þar sem stjórnarherinn heldur austurhluta landsins og RSF-liðar vesturhlutanum. Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð.
Súdan Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Fimmtíu hið minnsta voru drepin í drónaárás í byggðinni Kalogi í Suður-Kordófanhéraði Súdan sem sögð er hafa hæft leikskóla. Minnst 33 börn eru sögð hafa látist. 6. desember 2025 20:52 Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05 Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Leyniþjónustur Bandaríkjanna og embættismenn í Evrópu, Líbíu og Egyptalandi segja að ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi aukið hergagnasendingar til vígamanna Rapid support forces (RSF) í Súdan á þessu ári. Kínverskir drónar hafa verið sendir til vígamannanna, auk stórskotaliðsvopna, farartækja, vélbyssa og skotfæra, svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:05 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Fimmtíu hið minnsta voru drepin í drónaárás í byggðinni Kalogi í Suður-Kordófanhéraði Súdan sem sögð er hafa hæft leikskóla. Minnst 33 börn eru sögð hafa látist. 6. desember 2025 20:52
Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. 1. desember 2025 22:05
Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Leyniþjónustur Bandaríkjanna og embættismenn í Evrópu, Líbíu og Egyptalandi segja að ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi aukið hergagnasendingar til vígamanna Rapid support forces (RSF) í Súdan á þessu ári. Kínverskir drónar hafa verið sendir til vígamannanna, auk stórskotaliðsvopna, farartækja, vélbyssa og skotfæra, svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:05
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent