„Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2025 15:40 Ano Turtiainen, fyrrverandi þingmaður Sannra Finna, tekur við stöðu flóttamanns í Rússlandi. Skjáskot af Youtube-síður Ano Turtiainen Rússnesk stjórnvöld hafa veitt fyrrverandi þingmanni fjarhægriflokksins Sannra Finna hæli á grundvelli meintra pólitískra ofsókn sem hann sæti í heimalandi sínu. Hann var rekinn úr flokknum fyrir fimm árum vegna rasískra skrifa á netinu. Ano Turtiainen er fyrrverandi kraftlyftingarmaður og þingmaður Sannra Finna. Hann tilkynnti í að hann hefði fengið stöðu pólitísks flóttamanns í Rússlandi í myndbandi sem hann birti á Youtube í gær. Rússneska innanríkisráðuneytið staðfesti það og birti myndband af Turtiainen og eiginkonu hans að skrifa undir skjöl þess efnis í Moskvu, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Turtiainen greindi frá því að hann hefði flutt til Rússlands í síðasta mánuði. Þar sakaði hann finnsk stjórnvöld um að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi til þess að koma í veg fyrir að Finnar „flyktust til Rússlands í leit að velmegun“. Sagðist fyrrverandi þingmaðurinn jafnvel tilbúinn að berjast gegn Finnland í stríði fyrir rússneska herinn. „Ef ég væri yngri berðist ég jafnvel. Og jafnvel þótt ég þyrfti að fara á vígvöllinn gegn Finnum færi ég, svo mikið er víst, gegn nasistunum, ég fer,“ sagði hann í myndbandi fyrir jól. Í færslu sem virðist vera frá rússneska ríkismiðlinum RT á samfélagsmiðlinum X segir að Turtiainen hafi staðið frammi fyrir saksókn í heimalandinu fyrir að gagnrýna stefnu stjórnvalda og Atlantshafsbandalagið. Hann hefði flutt til Rússlands vegna ótta um öryggi hans. Former Finnish MP Ano Turtiainen granted asylum and Russian citizenshipFacing prosecution in Finland for criticizing its current policies and NATO, he relocated to Russia citing fears for his personal safety, the politician told RTWelcome to Russia! pic.twitter.com/v7SlUZPx8W— RT (@RT_com) December 29, 2025 Sparkað úr tveimur flokkum á jafnmörgum árum Sannir Finnar úthýstu Turtiainen eftir að hann lét rasísk ummæli falla um George Floyd, blökkumann sem bandarískir lögreglumenn drápu, árið 2020, aðeins ári eftir að hann náði kjöri til finnska þingsins. Þá stofnaði Turtiainen flokkinn Valdið tilheyrir fólkinu (VKK) en sá félagsskapur gerði hann brottrækan vegna stuðnings hans við innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Turtiainen komst í hann krappann þegar finnska þingið reyndi að endurheimta styrki sem hann fékk sem þingmaður þar sem hann gaf ekki upp í hvað hann notaði féð. Hann segir sjálfur að rússneskir vinir hans hafi hvatt hann til að flýja Finnlands vegna aðgerða stjórnvalda gegn honum. Hæli virtist standa Íslendingum til boða Finnska fréttaveitan STT segir að það sé afar fátítt að rússnesk stjórnvöld veiti fólk pólitískt hæli og að það krefjist forsetatilskipunar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gaf út tilskipun í fyrra um að veita vesturlandabúum sem höfnuðu „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stönguðust á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Ísland er á lista sem rússnesk stjórnvöld tóku saman í kjölfarið um ríki sem hefðu slík andstæð gildi. Rússneska sendiráðið svaraði aldrei fyrirspurn Vísis um hvort einhverjir íslenskir ríkisborgarar hefðu falast eftir því að þekkjast boð Pútíns um hæli. Rússar veittu Edward Snowden, fyrrverandi verktaka hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), hæli árið 2013 eftir að hann lak miklu magni upplýsinga sem vörpuðu ljósi á stórfelldar njósnir stofnunarinnar um bandaríska og erlenda borgara. Finnland Rússland Flóttamenn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Ano Turtiainen er fyrrverandi kraftlyftingarmaður og þingmaður Sannra Finna. Hann tilkynnti í að hann hefði fengið stöðu pólitísks flóttamanns í Rússlandi í myndbandi sem hann birti á Youtube í gær. Rússneska innanríkisráðuneytið staðfesti það og birti myndband af Turtiainen og eiginkonu hans að skrifa undir skjöl þess efnis í Moskvu, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Turtiainen greindi frá því að hann hefði flutt til Rússlands í síðasta mánuði. Þar sakaði hann finnsk stjórnvöld um að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi til þess að koma í veg fyrir að Finnar „flyktust til Rússlands í leit að velmegun“. Sagðist fyrrverandi þingmaðurinn jafnvel tilbúinn að berjast gegn Finnland í stríði fyrir rússneska herinn. „Ef ég væri yngri berðist ég jafnvel. Og jafnvel þótt ég þyrfti að fara á vígvöllinn gegn Finnum færi ég, svo mikið er víst, gegn nasistunum, ég fer,“ sagði hann í myndbandi fyrir jól. Í færslu sem virðist vera frá rússneska ríkismiðlinum RT á samfélagsmiðlinum X segir að Turtiainen hafi staðið frammi fyrir saksókn í heimalandinu fyrir að gagnrýna stefnu stjórnvalda og Atlantshafsbandalagið. Hann hefði flutt til Rússlands vegna ótta um öryggi hans. Former Finnish MP Ano Turtiainen granted asylum and Russian citizenshipFacing prosecution in Finland for criticizing its current policies and NATO, he relocated to Russia citing fears for his personal safety, the politician told RTWelcome to Russia! pic.twitter.com/v7SlUZPx8W— RT (@RT_com) December 29, 2025 Sparkað úr tveimur flokkum á jafnmörgum árum Sannir Finnar úthýstu Turtiainen eftir að hann lét rasísk ummæli falla um George Floyd, blökkumann sem bandarískir lögreglumenn drápu, árið 2020, aðeins ári eftir að hann náði kjöri til finnska þingsins. Þá stofnaði Turtiainen flokkinn Valdið tilheyrir fólkinu (VKK) en sá félagsskapur gerði hann brottrækan vegna stuðnings hans við innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Turtiainen komst í hann krappann þegar finnska þingið reyndi að endurheimta styrki sem hann fékk sem þingmaður þar sem hann gaf ekki upp í hvað hann notaði féð. Hann segir sjálfur að rússneskir vinir hans hafi hvatt hann til að flýja Finnlands vegna aðgerða stjórnvalda gegn honum. Hæli virtist standa Íslendingum til boða Finnska fréttaveitan STT segir að það sé afar fátítt að rússnesk stjórnvöld veiti fólk pólitískt hæli og að það krefjist forsetatilskipunar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gaf út tilskipun í fyrra um að veita vesturlandabúum sem höfnuðu „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stönguðust á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Ísland er á lista sem rússnesk stjórnvöld tóku saman í kjölfarið um ríki sem hefðu slík andstæð gildi. Rússneska sendiráðið svaraði aldrei fyrirspurn Vísis um hvort einhverjir íslenskir ríkisborgarar hefðu falast eftir því að þekkjast boð Pútíns um hæli. Rússar veittu Edward Snowden, fyrrverandi verktaka hjá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), hæli árið 2013 eftir að hann lak miklu magni upplýsinga sem vörpuðu ljósi á stórfelldar njósnir stofnunarinnar um bandaríska og erlenda borgara.
Finnland Rússland Flóttamenn Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent