Menning

Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gísli Marteinn, Molly Mitchell, Björn Thors og Egill Ólafs voru mætt á frumsýningu jólasýningar Þjóðleikhússins.
Gísli Marteinn, Molly Mitchell, Björn Thors og Egill Ólafs voru mætt á frumsýningu jólasýningar Þjóðleikhússins.

Húsfyllir var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á annan í jólum þegar jólasýning Þjóðleikhússins, gríski harmleikurinn Óresteia eftir Benedict Andrews, var frumsýnd. Ýmis þekkt nöfn létu sjá sig, Gísli Marteinn, Halla Tómasdóttir og Egill Ólafsson þar á meðal. 

Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Óresteia en hún er með óhefðbundnara sviði en vanalega, bæði er hún sýnd í Kassanum og svo hefst hún klukkutíma fyrr en vanalega sökum þess að sýningin er fjórir klukkutímar og korter að lengd.

Þrátt fyrir lengdina var glatt á hjalla á frumsýningunni og brostu gestir sína breiðasta. Símon Birgisson, gagnrýnandi Vísis, var að sjálfsögðu mættur, var stórhrifinn og gaf sýningunni fimm stjörnur.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mætti að sjálfsögðu með Birni, manni sínum og Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lét sig heldur ekki vanta. Þá mættu ýmsir úr leiklistarlífinu, Björn Thors og Unnur Ösp, Vala Kristín og Molly Mitchell. Þá voru fyrrverandi Þjóðleikhússtjórar á svæðinu, Sveinn Einarsson og Tinna Gunnlaugsdóttir sem mætti ásamt manni sínum, Stuðmanninum Agli Ólafssyni.

Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu:

Forsetahjónin með Þjóðleikhússtjóra.

Borgarstjórinn lét sig ekki vanta.

Björn Thors heilsar upp á forsetann.

Silja Aðalsteins og Sveinn Einarsson ræða málin.

Gísli Marteinn og Magnús Geir alltaf flottir.

Kátta á hjalla í Kassanum.

Leikskáldið Hrafnhildur Hagalín og gítarleikarinn Pétur Jónasson og dóttir þeirra, Sigríður Hagalín.

Finnur Árnason og Anna María Urbancic, foreldrar Ebbu Katrínar Finnsdóttur, létu sig ekki vanta.

Sveinn Einarsson alltaf jafnhress.

Gísli stælí með trefilinn.

Erling Jóhannesson, gullsmiður og leikari, drellifínn.

Prakkaraleg Hildur Guðnadóttir tekur utan um vinkonu.

Systurnar Júlía og Birta Aradætur. Vala Kristín leikkona í bakgrunni á leið að sjá sinn mann.

Molly Mitchell lítur um öxl meðan Jói P lítur í símann.

Hvað sá Björn?

Guðni Tómasson fylgist með fólkinu.

Símon Birgisson fylgist með Vali Grettissyni og Hildi Guðnadóttur heilsast alúðlega.

Tinni Sveinsson með syni sínum.

Gestir streyma inn meðan Gurra og Unnur Ösp heilsast.

Hilmir Snær berfættur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.