Enski boltinn

Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace yfir með fyrsta marki ársins í ensku úrvalsdeildinni.
 Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace yfir með fyrsta marki ársins í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Mike Hewitt

Jean-Philippe Mateta skoraði fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar árið 2026.

Mateta kom Crystal Palace í 1-0 á móti Fulham á Selhurst Park með marki á 39. mínútu.

Mateta skallaði boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Nathaniel Clyne og kom boltanum fram hjá Bernd Leno.

Frakkinn hafði ekki skorað mark í síðustu átta leikjum sínum en þetta er hans tíunda mark á tímabilinu.

Hann, og Crystal Palace, þurftu svo sannarlega á þessu marki að halda. 

Markið hans er hér fyrir neðan.

Klippa: Fyrsta mark ársins í ensku úrvalsdeildinni 2026



Fleiri fréttir

Sjá meira


×