Enski boltinn

„Mjög svekkjandi“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeremie Frimpong í leik Liverpool og Leeds United á Anfield í dag.
Jeremie Frimpong í leik Liverpool og Leeds United á Anfield í dag. Getty/Carl Recine

Liverpool náði ekki að skora í fyrsta leiknum sínum á nýju ári og gerði markalaust jafntefli við Leeds United á Anfield.

„Svekkjandi því við vildum vinna leikinn. Þeir vörðust vel. Þegar upp er staðið er 0-0 mjög svekkjandi, en nú er það bara næsti leikur,“ sagði Jeremie Frimpong, leikmaður Liverpool, í samtali við Sky Sports eftir leikinn.

„Þeir vörðust virkilega vel. Auðvitað reyndum við, en við reyndum ekki nógu mikið. Við fengum nokkur færi, ég fékk nokkur þar sem ég hefði átt að koma boltanum betur frá mér,“ sagði Frimpong.

„Nú er það bara æfing, endurheimt og við vitum hvað við getum gert. Við höfum skapað mikið af færum. Við þurfum að fara inn í næsta leik og gera það sem við þurfum að gera, en betur,“ sagði Frimpong.

„Við vitum hvað við eigum að gera, við þekkjum hreyfingarnar og við þekkjum leikkerfin,“ sagði Frimpong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×