Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. janúar 2026 10:15 Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í oddvitasætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Prófkjör fer fram 31. janúar. Frá þessu greinir Vilhjálmur í færslu á Facebook. Hann hafði áður verið orðaður við oddvitasætið og sagðist í samtali við fréttastofu íhuga alvarlega að gefa kost á sér. „Fyrir tveimur árum breyttist líf okkar fjölskyldunnar skyndilega þegar við þurftum að yfirgefa heimilið okkar í Grindavík. Við Silla settumst þá að í Reykjanesbæ – enda var bærinn fyrir löngu orðinn okkar annað heimili,“ segir Vilhjálmur á Facebook. „Á þessum erfiðu tímum tóku bæjarbúar utan um fjölskyldu mína. Það var ekki sjálfsagt, en það var mannlegt og það gleymist aldrei.“ Í samtali við fréttastofu kveðst Vilhjálmur ætla að halda þingmennsku áfram fram að kosningum. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí næstkomandi. Ljóst er að oddvitaslagur er í húfi en Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, gefur sömuleiðis kost á sér í oddvitasætið. Þá gefur Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, kost á sér. „Við þurfum ábyrgari rekstur sveitarfélagsins til að geta lækkað skatta á heimilin. Við þurfum skýra framtíðarsýn í skipulagsmálum sem virðir drauma fólks um eigið heimili og fjölbreytt búsetuform. Og við þurfum að setja börnin raunverulega í fyrsta sæti – með aðgengi að leikskólum, sterkum íþróttafélögum og bestu grunnskólum landsins. Reykjanesbær er stórveldi og ég óska eftir stuðningi ykkar í prófkjörinu svo við getum saman tryggt að allir fái að láta ljós sitt skína,“ segir Vilhjálmur á Facebook. Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Frá þessu greinir Vilhjálmur í færslu á Facebook. Hann hafði áður verið orðaður við oddvitasætið og sagðist í samtali við fréttastofu íhuga alvarlega að gefa kost á sér. „Fyrir tveimur árum breyttist líf okkar fjölskyldunnar skyndilega þegar við þurftum að yfirgefa heimilið okkar í Grindavík. Við Silla settumst þá að í Reykjanesbæ – enda var bærinn fyrir löngu orðinn okkar annað heimili,“ segir Vilhjálmur á Facebook. „Á þessum erfiðu tímum tóku bæjarbúar utan um fjölskyldu mína. Það var ekki sjálfsagt, en það var mannlegt og það gleymist aldrei.“ Í samtali við fréttastofu kveðst Vilhjálmur ætla að halda þingmennsku áfram fram að kosningum. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí næstkomandi. Ljóst er að oddvitaslagur er í húfi en Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, gefur sömuleiðis kost á sér í oddvitasætið. Þá gefur Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, kost á sér. „Við þurfum ábyrgari rekstur sveitarfélagsins til að geta lækkað skatta á heimilin. Við þurfum skýra framtíðarsýn í skipulagsmálum sem virðir drauma fólks um eigið heimili og fjölbreytt búsetuform. Og við þurfum að setja börnin raunverulega í fyrsta sæti – með aðgengi að leikskólum, sterkum íþróttafélögum og bestu grunnskólum landsins. Reykjanesbær er stórveldi og ég óska eftir stuðningi ykkar í prófkjörinu svo við getum saman tryggt að allir fái að láta ljós sitt skína,“ segir Vilhjálmur á Facebook.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira