Sport

Luke Littler rústaði úr­slita­leiknum og er aftur heims­meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke Littler spilaði frábærlega í úrslitaleiknum í Ally Pally í kvöld.
Luke Littler spilaði frábærlega í úrslitaleiknum í Ally Pally í kvöld. Getty/ James Fearn

Hinn magnaði Luke Littler sýndi styrk sinn í úrslitleiknum á heimsmeistaramótinu í pílukasti en hann vann þá yfirburðasigur á Gian van Veen.

Littler vann úrlitaleikinn á móti Hollendingnum 7-1 og tapaði þar með aðeins fjórum settum á öllu mótinu. Þetta er stærsti sigur í úrslitaleiknum frá 2009.

Hinn átján ára gamli Littler var þar með að vinna heimsmeistaratitilinn annað árið í röð. Hann varð í fyrra sá yngsti til að vinna HM og nú er hann búinn að vinna tvo heimsmeistaratitla fyrir nítján ára afmælið.

Alveg eins og í undanúrslitaleiknum þá tapaði Littler fyrsta settinu í kvöld en svaraði því með því að vinna rest. Hann vann sjö sett í röð og kláraði með tilþrifum.

Hann vann sér inn eina milljón punda eða 170 milljónir króna.

Það má sjá miklar tilfinningar hjá stráknum í lokin enda mikil pressa á honum á þessu móti. Hann stóðst hana og gott betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×