Goddur er látinn Agnar Már Másson skrifar 4. janúar 2026 11:33 Guðmundur Oddur, eða Goddur, stofnaði hönnunardeild Listaháskóla Íslands og hefur líklegast enginn mótað íslenskt myndlistanám með sama hætti og hann. Facebook Listamaðurinn og hönnuðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, er látinn 70 ára að aldri. Goddur var líklega þekktasti listagagnrýnandi Íslands. Síðustu árum ævi sinnar varði hann í kennslu, þar sem hann starfaði sem rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands þar til hann fór á eftirlaun. Systir hans greinir frá andláti hans í færslu á samfélagsmiðlum en Guðmundur lést í bílslysi á Biskupstungnabraut í gær. Margir muna væntanlega eftir Guðmundi úr innslögum hans í þáttunum Djöflaeyjunni í Ríkissjónvarpinu þar sem hann fjallaði um list. Hann var einnig myndlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu um hríð og á Rás 2. Á ævi sinni skipulagði hann einnig fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Síðustu tvo áratugi vann hann aðallega við kennslustörf við hönnunardeild Listaháskóla Íslands, sem hann sjálfur stofnaði í kringum aldamótin. Síðasta árið bjó hann á Brú í Grímsnesi. Guðmundur fæddist á Akureyri 5. júní 1955 en hann stundaði svo nám við grafíkdeild og nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans 1976-1979. Eftir útskrift þaðan rak hann galleríið, starfaði á auglýsingastofunum þar til hann hélt til Kanada 1986 þar sem hann nam grafíska hönnun við Emily Carr-listaháskólann í Vancouver í Bresku Kólumbíu og útskrifaðist 1989. Goddur og Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður voru í skóla á sama tíma. Dr. Bjarni, eins og hann er kallaður, lést í vor 78 ára gamall en þeir höfðu mikil áhrif á list hvor annars. Guðmundur kom að stofnun Listamiðstöðvar í Grófargili árið 1991 en þá var hann aftur fluttur til Akureyrar. Hann kom svo á fót námsbraut í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri 1993. Hann varð síðan deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 til loka skólans 1999 en úr því varð Listaháskóli Íslands, þar sem hann stofnaði hönnunardeild ásamt fleirum. Hann starfaði þar sem deildarstjóri í grafískri hönnun. Hann var svo ráðinn prófessor í grafískri hönnun við skólann árið 2002. Goddur var vinsæll plakatahönnuður og hafa plaköt hans fyrir hina ýmsu viðburði vakið mikla athygli. Hann var svo fenginn til þess að hanna síðustu símaskrána, sem kom út árið 2016. Verk hans hafa birst í fjölda tímarita og bóka. Á ævi sinni skipulagði Goddur fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Hann var sérfræðingur í myndmálsnotkun og sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Fræðimennska hans sneri að íslenskum myndmálsarfi. Andlát Menning Tíska og hönnun Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjá meira
Systir hans greinir frá andláti hans í færslu á samfélagsmiðlum en Guðmundur lést í bílslysi á Biskupstungnabraut í gær. Margir muna væntanlega eftir Guðmundi úr innslögum hans í þáttunum Djöflaeyjunni í Ríkissjónvarpinu þar sem hann fjallaði um list. Hann var einnig myndlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu um hríð og á Rás 2. Á ævi sinni skipulagði hann einnig fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Síðustu tvo áratugi vann hann aðallega við kennslustörf við hönnunardeild Listaháskóla Íslands, sem hann sjálfur stofnaði í kringum aldamótin. Síðasta árið bjó hann á Brú í Grímsnesi. Guðmundur fæddist á Akureyri 5. júní 1955 en hann stundaði svo nám við grafíkdeild og nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans 1976-1979. Eftir útskrift þaðan rak hann galleríið, starfaði á auglýsingastofunum þar til hann hélt til Kanada 1986 þar sem hann nam grafíska hönnun við Emily Carr-listaháskólann í Vancouver í Bresku Kólumbíu og útskrifaðist 1989. Goddur og Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður voru í skóla á sama tíma. Dr. Bjarni, eins og hann er kallaður, lést í vor 78 ára gamall en þeir höfðu mikil áhrif á list hvor annars. Guðmundur kom að stofnun Listamiðstöðvar í Grófargili árið 1991 en þá var hann aftur fluttur til Akureyrar. Hann kom svo á fót námsbraut í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri 1993. Hann varð síðan deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 til loka skólans 1999 en úr því varð Listaháskóli Íslands, þar sem hann stofnaði hönnunardeild ásamt fleirum. Hann starfaði þar sem deildarstjóri í grafískri hönnun. Hann var svo ráðinn prófessor í grafískri hönnun við skólann árið 2002. Goddur var vinsæll plakatahönnuður og hafa plaköt hans fyrir hina ýmsu viðburði vakið mikla athygli. Hann var svo fenginn til þess að hanna síðustu símaskrána, sem kom út árið 2016. Verk hans hafa birst í fjölda tímarita og bóka. Á ævi sinni skipulagði Goddur fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Hann var sérfræðingur í myndmálsnotkun og sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Fræðimennska hans sneri að íslenskum myndmálsarfi.
Andlát Menning Tíska og hönnun Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjá meira