Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2026 16:43 Í gærkvöldi lokaði lögregla afhendingarstöðvum áfengisnetverslana. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn áfengisverslunarinnar Smáríkisins íhuga að fara í mál við íslenska ríkið þar sem lögregla hefur ítrekað lokað afhendingarstöðum netverslunarinnar síðustu vikur. Forstjóri fyrirtækisins var í haust ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay. Í gærkvöldi lokaði lögregla afhendingarstöðum áfengisnetverslana, eins og kom fram í dagbók lögreglu. Meðal þeirra var afhendingarstað Smáríkisins í Bæjarlind. Lögregla lokaði síðast afhendingarstað Smáríkisins á öðrum degi jóla. Í svari Smáríkisins við fyrirspurn fréttastofu segir að einkennisklæddir lögreglumenn hafi mætt klukkan 23:57 á afhendingarstað í Bæjarlind og sagt starfsmanni að hann hefði átt að loka klukkan 23. Starfsmaðurinn hafi tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri hvort eð er að pakka saman og lauk því þar. Engar sektir hafi verið lagðar á Smáríkið enn sem komið er og ekki tilkynnt um efni nokkurra ákvarðana og á hvaða lagagrundvelli þær byggðust þrátt fyrir að óskað hefði verið eftir því. Forsvarsmenn Smáríkisins telja lögreglu hafa vegið að sér með umræddum aðgerðum. „Lögreglu ber að fylgja lögum og reglur stjórnsýsluréttar setja þeim skorður eins og öðrum stjórnvöldum, m.a. um jafnræði og meðalhóf. Sífelldar aðgerðir gagnvart einum aðila af fleiri en 20 vegna starfsemi sem full vitneskja er um, og er í besta falli byggð á óskýrum lagagrundvelli, standast að okkar mati ekki kröfur sem gerðar eru til stjórnvalda.“ Afskiptin hafi verið með svipuðum hætti og á öðrum degi jóla. Þá hafi einkennisklæddir lögregluþjónar mætt á afhendingarstað í Bæjarlind og sagt starfsmönnum að loka. Þá er haft eftir einum lögregluþjóni skipanirnar hafi komið „að ofan“. Þeir segja að fyrirtækið hafi orðið fyrir tugmilljóna tjóni vegna „þvingana lögreglu“. „Lögreglan hóf afskipti með þessum hætti fyrirvaralaust nú í desember gegn okkur einum. Okkur var gert að loka, aðrir fá að vera opnir. Þá virðist sem að Nýju vínbúðinni hafi ekki verið gert að loka fyrir heimsendingarþjónustu, sem á sama tíma okkur var gert að loka.“ Spurðir út í fyrirhugaða málsókn sem greint var frá á mbl.is segja þeir forsvarsmenn Smáríkisins hafi ásamt lögmönnum sínum skoðað öll þau úrræði sem standa þeim til boða. „Eitt af þeim úrræðum er að höfða mál til að fá úr þessu skorið. Enn sem komið er höfum við ekki fengið nein gögn frá lögreglu né rökstuðning fyrir aðgerðum hennar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir bæði í síma og í pósti. Lögreglan veitir fjölmiðlum upplýsingar en ekki okkur,“ skrifa forsvarsmenn verslunarinnar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra félags sem heldur utan um rekstur Icelandic Trading Company b.v, sem rekur netsölu með áfengi undir merkjum Smáríkisins. „Okkur þykir leitt að aðstæður skuli vera með þessum hætti og það um árabil. Það er fyllilega innan valdheimilda ráðherra og ríkisstjórnar að leysa úr þessu og myndu þau spara almenningi stórfé með því einu að draga úr þessari óvissu.“ Áfengi Netverslun með áfengi Lögreglumál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Í gærkvöldi lokaði lögregla afhendingarstöðum áfengisnetverslana, eins og kom fram í dagbók lögreglu. Meðal þeirra var afhendingarstað Smáríkisins í Bæjarlind. Lögregla lokaði síðast afhendingarstað Smáríkisins á öðrum degi jóla. Í svari Smáríkisins við fyrirspurn fréttastofu segir að einkennisklæddir lögreglumenn hafi mætt klukkan 23:57 á afhendingarstað í Bæjarlind og sagt starfsmanni að hann hefði átt að loka klukkan 23. Starfsmaðurinn hafi tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri hvort eð er að pakka saman og lauk því þar. Engar sektir hafi verið lagðar á Smáríkið enn sem komið er og ekki tilkynnt um efni nokkurra ákvarðana og á hvaða lagagrundvelli þær byggðust þrátt fyrir að óskað hefði verið eftir því. Forsvarsmenn Smáríkisins telja lögreglu hafa vegið að sér með umræddum aðgerðum. „Lögreglu ber að fylgja lögum og reglur stjórnsýsluréttar setja þeim skorður eins og öðrum stjórnvöldum, m.a. um jafnræði og meðalhóf. Sífelldar aðgerðir gagnvart einum aðila af fleiri en 20 vegna starfsemi sem full vitneskja er um, og er í besta falli byggð á óskýrum lagagrundvelli, standast að okkar mati ekki kröfur sem gerðar eru til stjórnvalda.“ Afskiptin hafi verið með svipuðum hætti og á öðrum degi jóla. Þá hafi einkennisklæddir lögregluþjónar mætt á afhendingarstað í Bæjarlind og sagt starfsmönnum að loka. Þá er haft eftir einum lögregluþjóni skipanirnar hafi komið „að ofan“. Þeir segja að fyrirtækið hafi orðið fyrir tugmilljóna tjóni vegna „þvingana lögreglu“. „Lögreglan hóf afskipti með þessum hætti fyrirvaralaust nú í desember gegn okkur einum. Okkur var gert að loka, aðrir fá að vera opnir. Þá virðist sem að Nýju vínbúðinni hafi ekki verið gert að loka fyrir heimsendingarþjónustu, sem á sama tíma okkur var gert að loka.“ Spurðir út í fyrirhugaða málsókn sem greint var frá á mbl.is segja þeir forsvarsmenn Smáríkisins hafi ásamt lögmönnum sínum skoðað öll þau úrræði sem standa þeim til boða. „Eitt af þeim úrræðum er að höfða mál til að fá úr þessu skorið. Enn sem komið er höfum við ekki fengið nein gögn frá lögreglu né rökstuðning fyrir aðgerðum hennar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir bæði í síma og í pósti. Lögreglan veitir fjölmiðlum upplýsingar en ekki okkur,“ skrifa forsvarsmenn verslunarinnar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra félags sem heldur utan um rekstur Icelandic Trading Company b.v, sem rekur netsölu með áfengi undir merkjum Smáríkisins. „Okkur þykir leitt að aðstæður skuli vera með þessum hætti og það um árabil. Það er fyllilega innan valdheimilda ráðherra og ríkisstjórnar að leysa úr þessu og myndu þau spara almenningi stórfé með því einu að draga úr þessari óvissu.“
Áfengi Netverslun með áfengi Lögreglumál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira