Bíó og sjónvarp

Játaði ást sína á Jenner

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Timothee og Kylie sæt saman.
Timothee og Kylie sæt saman.

Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner.

Chalamet er án efa ein stærsta stjarna Hollywood og hefur leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri: Dune (2021), Wonka (2023), Dune: Part Two (2024), A Complete Unknown (2024) og nú síðast Marty Supreme (2025) í leikstjórn Josh Safdie.

Sjá einnig: „Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni“

Á sama tíma hefur Chalamet frá apríl 2023 myndað eitt heitasta par Hollywood með athafnakonunni Kylie Jenner. 

Parið hefur reynt að halda sambandinu utan sviðsljóssins og eru oft mikið í sundur vegna starfa beggja. Fyrir vikið hafa verið linnulausar sögusagnir um að sambandið sé að líða undir lok.

Orðrómur um sambandsslitin varð sérstaklega háværar eftir að Chalamet mætti ekki í sjötugsafmæli móður Jenner, Kris Jenner, í nóvember á síðasta ári. Jenner var fljót að kveða það í kútinn með samfélagsmiðlahegðun sinni þar sem hún líkaði við tvær færslur hans.

Parið hefur síðan sést ítrekað saman opinberlega, á rauða dreglinum og á verðlaunahátíðum. Þar á meðal í byrjun desember á síðasta ári þar sem þau mættu í stíl í appelsínugulu leðri.

Þau voru síðan aftur mætt saman á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda, Critics Choice Awards, í gær þar sem Chalamet hlaut verðlaun sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn sem Marty Mauser í íþróttadramanu Marty Supreme. Leikarinn sýndi líka á sér nýja og einlægari hlið.

Kylie Jenner og Timothee Chalamet saman í á Critics Choice í Palm Springs í gær.Getty

Eftir að hafa kysst Kylie fór hann upp á svið, tók við verðlaununum og þakkaði fyrir sig. Þá hrósaði hann sérstaklega hinum leikurunum sem voru tilnefndir, Michael B. Jordan, Leonardo DiCaprio, Ethan Hawke, Joel Edgerton og Wagner Moura, áður en hann skilaði að lokum kveðju til kærustunnar.

„Að lokum vill ég þakka maka mínum til þriggja ára. Þakka þér fyrir grunninn okkar. Ég gæti ekki gert þetta án þín. Ég elska þig frá dýpstu hjartarótum.“

Kylie sást þá segja „Ég elska þig,“ til baka úti í salnum. 

Hlusta má á ræðu Chalamet hér að neðan:


Tengdar fréttir

Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit

Ástin virðist enn blómstra hjá raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner og Hollywood leikaranum Timothée Chalamet, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að parið væri að hætta saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.