Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar 6. janúar 2026 12:32 Þegar börnin mín voru á leikskóla voru verkföll á leikskólanum, svo kom covid með tilheyrandi lokunum og síðan fundust rakaskemmdir og mygla þannig að deild barnanna okkar þurfti að flytja tímabundið annað. Þetta er ekki sorgarsaga um hvað þetta var allt ömurlegt. Á leikskólanum okkar voru frábærir stjórnendur sem unnu vel úr öllu sem upp kom, héldu okkur foreldrum vel upplýstum og augljóslega löðuðu til sín gott starfsfólk sem stóð vaktina af fagmennsku. Leikskólastjórarnir, kennararnir og starfsfólkið sem ég kynntist hugsaði ekki í uppgjöf, heldur í lausnum. Það er nákvæmlega sú hugsun sem borgarstjórn þarf nú að tileinka sér þegar kemur að leikskólum borgarinnar. Nýlega voru kynntar þverpólitískar tillögur á vegum borgarinnar um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla. Markmið þeirra er að foreldrar stytti vistunartíma barna sinna til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna. Til að ná þessu fram eru settir upp „hvatar“ sem felast í því að foreldrar borgi mun meira en þeir gera núna fyrir vistun síðdegis á föstudögum og á hinum ýmsu dögum yfir árið, s.s. í dymbilviku, milli jóla og nýárs og í vetrarfríum grunnskóla. Valið sem foreldrar standa nú frammi fyrir er því annað hvort þjónustuskerðing eða gjaldskrárhækkun. Þetta eru afarkostir sem eru í engum takti við þá hugmyndafræði sem uppbygging leikskólakerfisins hefur byggt á. Mikilvægasta aðgerð sögunnar í þágu jafnréttis Heilsdagsleikskóli, sem varð að veruleika eftir að R-listinn tók við völdum í Reykjavík árið 1994, er ein mikilvægasta aðgerð Íslandssögunnar í þágu jafnréttis kynjanna. Nú gátu mæður loks unnið fulla vinnu og nýtt menntun sína og hæfni. Ekki nóg með það þá er leikskólinn eins og hann er uppbyggður hér á Íslandi mikilvægt jöfnunartæki sem styrkir samfélagið í að takast á við ýmsar aðrar áskoranir, s.s. fátækt, vanrækslu, aðlögun að íslensku samfélagi, íslenskukunnáttu og svo mætti lengi telja. Sterkir leikskólar skapa jöfnuð. Miðað við leikskóla á mörgum stöðum erlendis þá er sú menntun sem börn fá í íslenskum leikskólum framúrskarandi af því hún byggir á frjálsum leik, þroska barna og virðingu fyrir þeim sem manneskjum. Þetta endurspeglast síðan í könnunum meðal foreldra. Samkvæmt þeim er yfirgnæfandi meirihluti reykvískra foreldra ánægður með leikskóla barna sinna og telja að börnum sínum líði vel þar. Tæklum vandann – tölum upp leikskólana Leikskólarnir eru fjöreggið okkar. Þess vegna á ég erfitt með að horfa upp á þá umræðu sem nú á sér stað um leikskólamál í Reykjavík, og raunar víðar, sem gengur sífellt meira út á að færa ábyrgðina af kerfinu yfir á foreldra og kalla það síðan lausnir. Það er margt sem ekki hefur gengið vel í leikskólamálum undanfarin ár. Það er mannekla, álag á starfsfólk er mikið, fáliðunaraðgerðir, skertur opnunartími, viðhaldi húsnæðis hefur verið ábótavant, uppbygging leikskóla ekki gengið nægilega hratt og alltof mörg börn bíða lengi eftir plássi. Þegar borgin leggur svo til að vandinn sé leystur með því að foreldrar stytti vistunartíma barna sinna eða greiði meira, þá er hún í reynd að gefast upp. Gefast upp á því að reka leikskólakerfi sem stenst þarfir nútímasamfélags. Nú er ekki tími fyrir uppgjöf heldur ábyrgð. Það þarf að sýna metnað og styrkja stoðir kerfis sem var byggt upp á sínum tíma af elju og framsýni. Við sem samfélag þurfum að fylkja okkur að baki leikskólunum af því þeir eru of mikilvægir til að við gerum það ekki. Stjórnmálafólk, foreldrar, skólasamfélagið og atvinnulífið eiga að sameinast í því verkefni. Það þarf að tala leikskólana upp, fjárfesta í uppbyggingu og starfsumhverfi þeirra, styrkja stjórnun og móta heildstæða sýn. Látum ekki vonleysi og kerfisflækjur taka yfir. Klárum þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þegar börnin mín voru á leikskóla voru verkföll á leikskólanum, svo kom covid með tilheyrandi lokunum og síðan fundust rakaskemmdir og mygla þannig að deild barnanna okkar þurfti að flytja tímabundið annað. Þetta er ekki sorgarsaga um hvað þetta var allt ömurlegt. Á leikskólanum okkar voru frábærir stjórnendur sem unnu vel úr öllu sem upp kom, héldu okkur foreldrum vel upplýstum og augljóslega löðuðu til sín gott starfsfólk sem stóð vaktina af fagmennsku. Leikskólastjórarnir, kennararnir og starfsfólkið sem ég kynntist hugsaði ekki í uppgjöf, heldur í lausnum. Það er nákvæmlega sú hugsun sem borgarstjórn þarf nú að tileinka sér þegar kemur að leikskólum borgarinnar. Nýlega voru kynntar þverpólitískar tillögur á vegum borgarinnar um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla. Markmið þeirra er að foreldrar stytti vistunartíma barna sinna til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki leikskólanna. Til að ná þessu fram eru settir upp „hvatar“ sem felast í því að foreldrar borgi mun meira en þeir gera núna fyrir vistun síðdegis á föstudögum og á hinum ýmsu dögum yfir árið, s.s. í dymbilviku, milli jóla og nýárs og í vetrarfríum grunnskóla. Valið sem foreldrar standa nú frammi fyrir er því annað hvort þjónustuskerðing eða gjaldskrárhækkun. Þetta eru afarkostir sem eru í engum takti við þá hugmyndafræði sem uppbygging leikskólakerfisins hefur byggt á. Mikilvægasta aðgerð sögunnar í þágu jafnréttis Heilsdagsleikskóli, sem varð að veruleika eftir að R-listinn tók við völdum í Reykjavík árið 1994, er ein mikilvægasta aðgerð Íslandssögunnar í þágu jafnréttis kynjanna. Nú gátu mæður loks unnið fulla vinnu og nýtt menntun sína og hæfni. Ekki nóg með það þá er leikskólinn eins og hann er uppbyggður hér á Íslandi mikilvægt jöfnunartæki sem styrkir samfélagið í að takast á við ýmsar aðrar áskoranir, s.s. fátækt, vanrækslu, aðlögun að íslensku samfélagi, íslenskukunnáttu og svo mætti lengi telja. Sterkir leikskólar skapa jöfnuð. Miðað við leikskóla á mörgum stöðum erlendis þá er sú menntun sem börn fá í íslenskum leikskólum framúrskarandi af því hún byggir á frjálsum leik, þroska barna og virðingu fyrir þeim sem manneskjum. Þetta endurspeglast síðan í könnunum meðal foreldra. Samkvæmt þeim er yfirgnæfandi meirihluti reykvískra foreldra ánægður með leikskóla barna sinna og telja að börnum sínum líði vel þar. Tæklum vandann – tölum upp leikskólana Leikskólarnir eru fjöreggið okkar. Þess vegna á ég erfitt með að horfa upp á þá umræðu sem nú á sér stað um leikskólamál í Reykjavík, og raunar víðar, sem gengur sífellt meira út á að færa ábyrgðina af kerfinu yfir á foreldra og kalla það síðan lausnir. Það er margt sem ekki hefur gengið vel í leikskólamálum undanfarin ár. Það er mannekla, álag á starfsfólk er mikið, fáliðunaraðgerðir, skertur opnunartími, viðhaldi húsnæðis hefur verið ábótavant, uppbygging leikskóla ekki gengið nægilega hratt og alltof mörg börn bíða lengi eftir plássi. Þegar borgin leggur svo til að vandinn sé leystur með því að foreldrar stytti vistunartíma barna sinna eða greiði meira, þá er hún í reynd að gefast upp. Gefast upp á því að reka leikskólakerfi sem stenst þarfir nútímasamfélags. Nú er ekki tími fyrir uppgjöf heldur ábyrgð. Það þarf að sýna metnað og styrkja stoðir kerfis sem var byggt upp á sínum tíma af elju og framsýni. Við sem samfélag þurfum að fylkja okkur að baki leikskólunum af því þeir eru of mikilvægir til að við gerum það ekki. Stjórnmálafólk, foreldrar, skólasamfélagið og atvinnulífið eiga að sameinast í því verkefni. Það þarf að tala leikskólana upp, fjárfesta í uppbyggingu og starfsumhverfi þeirra, styrkja stjórnun og móta heildstæða sýn. Látum ekki vonleysi og kerfisflækjur taka yfir. Klárum þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar