Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2026 13:27 Krakkarnir í Stranger Things, sem reyndar eru orðnir rígfullorðnir, gætu birst í einum þætti í viðbót ef marka má samsæriskenningar á vefnum. Þrálátur orðrómur er nú uppi á samfélagsmiðlum um það að Stranger Things sjónvarpsþáttaröðinni sé alls ekkert lokið líkt og áhöld hafa verið uppi um. Þáttaröðinni heimsfrægu lauk á Netflix á dögunum þegar áttundi þáttur fimmtu seríu fór í loftið og var þátturinn heilir tveir tímar að lengd. Þáttaröðin Stranger Things er ein sú vinsælasta í heimi og hefur farið sigurför um heiminn frá því fyrstu þættirnir birtust á Netflix streymisveitunni árið 2016. Síðan þá hefur streymisveitan haldið fast í unga leikara þáttanna sem voru barnungir þegar fyrstu þættirnir komu út á sínum tíma. Það þótti því mikill viðburður þegar þættirnir kláruðust loksins á dögunum en lokaþátturinn féll misvel í kramið hjá aðdáendum. Þannig er hann sem dæmi með 79 prósenta einkunn á IMDB á meðan aðrir lokaþættir í seríunni hafa klokkað í kringum níutíu prósent í einkunn. Eftir að þátturinn fór í loftið hafa aðdáendur á samfélagsmiðlum flykkst á miðlana og bent á ýmis merki sem þeir fullyrða að bendi til þess að í raun og veru sé einn þáttur eftir. Meginkenningin hefur gengið út á að sá þáttur eigi að heita „Conformity Gate“ og telja netverjar að þátturinn eigi að koma út í dag, 7. janúar. Hvorki Netflix né framleiðendur þáttanna hafa staðfest sannleiksgildi þessara kenninga. Lesendur Vísis eru varaðir við spillum úr fimmtu seríu Stranger Things sem finna má hér að neðan. Ekki er hægt að fjalla um eðli samsæriskenninga aðdáenda án þess að minnast með beinum hætti á spilla úr áttunda þætti sem er einmitt opinber lokaþáttur þegar þetta er skrifað. Lesendur hafa verið varaðir við spillum! Ýmislegt sem var talið furðulegt í áttunda þætti Í myndböndum sem hafa farið með himinskautum á TikTok og finna má í hinar ýmsu kenningar um lokaseríu Stranger Things er bent á að það séu ýmis atriði í áttunda þættinum sem séu furðuleg og stingi í stúf. Virðist meginkenningin ganga út á það að illmennið Vecna hafi skapað tálsýn í huga aðalpersóna þáttanna um hamingjuríkan endi. Eru ýmis atriði nefnd sem dæmi um það. Til að mynda sú staðreynd að Steve þjálfi í lokaþættinum hafnabolta en ekki körfubolta sem hafi verið hans uppáhalds íþrótt. Netverjar reka það til þess að Vecna þekki Steve einungis með hafnaboltakylfu í hönd. Farið er yfir málið í myndbandinu hér fyrir neðan. @mswatchmojo New Stranger Things episode tomorrow guys! Right? Right??? 🤪 #strangerthings #conformitygate #television ♬ original sound - msmojo Þá er bent á dularfullar aukapersónur í útskrift krakkanna. Persónurnar séu margar með dularfull gleraugu á sér og sitji með hendur í skauti líkt og sjálfur Henry Creel, sem að lokum varð Vecna. Þá rifji Will upp minningu í lokaþættinum um að hann og vinir hans hafi alltaf fengið sér mjólkurhristing á Melvald og muni eftir staðnum sem matreiðsluvagni. Hið rétta sé hinsvegar miðað við fyrstu þættina að það sé matvöruverslun, en á tímum Henry á sjötta áratugnum hafi það verið matreiðsluvagn. Einnig er bent á að bækur í bakgrunni í kjallara krakkanna myndi saman stafina: X-L-I-E - eða X-L-Y-G-I. Lygi. Þá er bent á að útvarpsskífan í þáttunum breyti óvænt um lit. Það sé nákvæmt smáatriði sem bent hafi verið á bæði í þættinum og í markaðsefni að skipti máli í öðrum þáttum þegar Vecna skapar raunveruleika aðalpersóna. Þá hafa netverjar skýra kenningu um það hvers vegna hinn nýi lokaþáttur eigi að koma út í dag 7. janúar. Í allra fyrsta atriðinu með strákunum að spila Dungeons and Dragons í allra fyrsta þættinum hafi Will kastað tening og fengið töluna sjö upp á teningnum. Þá hafi hann fórnað sér til að sigrast á skrímslinu í spilinu. Aðdáendur eru sannfærðir um að þetta hafi ekki bara verið teningakast heldur tímakóði. Þetta hafi verið sami tími og Will hafi verið týndur í fyrstu seríu, sjö dagar. 7. janúar séu sjö dögum frá því að áttundi þátturinn hafi komið út. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þáttaröðin Stranger Things er ein sú vinsælasta í heimi og hefur farið sigurför um heiminn frá því fyrstu þættirnir birtust á Netflix streymisveitunni árið 2016. Síðan þá hefur streymisveitan haldið fast í unga leikara þáttanna sem voru barnungir þegar fyrstu þættirnir komu út á sínum tíma. Það þótti því mikill viðburður þegar þættirnir kláruðust loksins á dögunum en lokaþátturinn féll misvel í kramið hjá aðdáendum. Þannig er hann sem dæmi með 79 prósenta einkunn á IMDB á meðan aðrir lokaþættir í seríunni hafa klokkað í kringum níutíu prósent í einkunn. Eftir að þátturinn fór í loftið hafa aðdáendur á samfélagsmiðlum flykkst á miðlana og bent á ýmis merki sem þeir fullyrða að bendi til þess að í raun og veru sé einn þáttur eftir. Meginkenningin hefur gengið út á að sá þáttur eigi að heita „Conformity Gate“ og telja netverjar að þátturinn eigi að koma út í dag, 7. janúar. Hvorki Netflix né framleiðendur þáttanna hafa staðfest sannleiksgildi þessara kenninga. Lesendur Vísis eru varaðir við spillum úr fimmtu seríu Stranger Things sem finna má hér að neðan. Ekki er hægt að fjalla um eðli samsæriskenninga aðdáenda án þess að minnast með beinum hætti á spilla úr áttunda þætti sem er einmitt opinber lokaþáttur þegar þetta er skrifað. Lesendur hafa verið varaðir við spillum! Ýmislegt sem var talið furðulegt í áttunda þætti Í myndböndum sem hafa farið með himinskautum á TikTok og finna má í hinar ýmsu kenningar um lokaseríu Stranger Things er bent á að það séu ýmis atriði í áttunda þættinum sem séu furðuleg og stingi í stúf. Virðist meginkenningin ganga út á það að illmennið Vecna hafi skapað tálsýn í huga aðalpersóna þáttanna um hamingjuríkan endi. Eru ýmis atriði nefnd sem dæmi um það. Til að mynda sú staðreynd að Steve þjálfi í lokaþættinum hafnabolta en ekki körfubolta sem hafi verið hans uppáhalds íþrótt. Netverjar reka það til þess að Vecna þekki Steve einungis með hafnaboltakylfu í hönd. Farið er yfir málið í myndbandinu hér fyrir neðan. @mswatchmojo New Stranger Things episode tomorrow guys! Right? Right??? 🤪 #strangerthings #conformitygate #television ♬ original sound - msmojo Þá er bent á dularfullar aukapersónur í útskrift krakkanna. Persónurnar séu margar með dularfull gleraugu á sér og sitji með hendur í skauti líkt og sjálfur Henry Creel, sem að lokum varð Vecna. Þá rifji Will upp minningu í lokaþættinum um að hann og vinir hans hafi alltaf fengið sér mjólkurhristing á Melvald og muni eftir staðnum sem matreiðsluvagni. Hið rétta sé hinsvegar miðað við fyrstu þættina að það sé matvöruverslun, en á tímum Henry á sjötta áratugnum hafi það verið matreiðsluvagn. Einnig er bent á að bækur í bakgrunni í kjallara krakkanna myndi saman stafina: X-L-I-E - eða X-L-Y-G-I. Lygi. Þá er bent á að útvarpsskífan í þáttunum breyti óvænt um lit. Það sé nákvæmt smáatriði sem bent hafi verið á bæði í þættinum og í markaðsefni að skipti máli í öðrum þáttum þegar Vecna skapar raunveruleika aðalpersóna. Þá hafa netverjar skýra kenningu um það hvers vegna hinn nýi lokaþáttur eigi að koma út í dag 7. janúar. Í allra fyrsta atriðinu með strákunum að spila Dungeons and Dragons í allra fyrsta þættinum hafi Will kastað tening og fengið töluna sjö upp á teningnum. Þá hafi hann fórnað sér til að sigrast á skrímslinu í spilinu. Aðdáendur eru sannfærðir um að þetta hafi ekki bara verið teningakast heldur tímakóði. Þetta hafi verið sami tími og Will hafi verið týndur í fyrstu seríu, sjö dagar. 7. janúar séu sjö dögum frá því að áttundi þátturinn hafi komið út.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira