Viðskipti innlent

S4S-veldið tekur við Lindex

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Félagið sem rak Lindex hefur misst leyfið fyrir rekstrinum. Lindex er sænskt vörumerki.
Félagið sem rak Lindex hefur misst leyfið fyrir rekstrinum. Lindex er sænskt vörumerki. Aðsend

S4S ehf. hefur undirritað samning við sænska félagið Lindex AB um að S4S taki við sem umboðsaðili vörumerkisins Lindex á Íslandi. 

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá S4S. Fram kom fyrr í dag að nýr íslenskur rekstraraðili tæki við rekstri Lindex á Íslandi eftir að ljóst var að núverandi eigendum hefði ekki tekist að semja við Lindex um nýjan umboðssamning.

Fyrr hafði verið greint frá því að

verslunum Lindex á landinu yrði lokað fyrir fullt og allt.

„S4S mun formlega taka við sem umboðsaðili Lindex á Íslandi þann 1. mars næstkomandi. Fram að þeim tíma verður unnið markvisst að undirbúningi, þar á meðal ráðningu starfsfólks og leit að hentugu leiguhúsnæði fyrir verslanir Lindex. Nánari upplýsingar um opnun verslana verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu. 

Samhliða rekstri verslana Lindex mun S4S einnig taka við rekstri netverslunar Lindex á Íslandi. Þegar rekur S4S verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers, S4S Premium Outlet, AIR og útivistarverslanir Ellingsen. Fyrirtækið rekur einnig netverslanirnar Skór.is, Ellingsen.is, Air.is, Rafhjólasetur.is og Premiumoutlet.is, ásamt því að sinna heildsölu og rekstri á dótturfélaginu Ellingsen-BRP, sem sér um tækjadeild Ellingsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×