Fótbolti

Real bjó til El Clásico úr­slita­leik

Sindri Sverrisson skrifar
Rodrygo fagnaði svona eftir að hafa komið Real í 2-0.
Rodrygo fagnaði svona eftir að hafa komið Real í 2-0. Getty/Yasser Bakhsh

Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik spænska ofurbikarsins í fótbolta, eftir að Real vann grannaslaginn við Atlético í undanúrslitum í Sádi-Arabíu í kvöld.

Real vann leikinn í kvöld 2-1. Federico Valverde skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti úr aukaspyrnu strax á 2. mínútu og Rodrygo bætti svo við afar laglegu marki á 55. mínútu.

Norski framherjinn Alexander Sörloth náði að minnka muninn skömmu síðar en tókst ekki að finna fleiri leiðir framhjá Thibaut Courtois þrátt fyrir fjölda tilrauna og því fór sem fór.

Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn, í Jeddah í Sádi-Arabíu líkt og undanúrslitaleikirnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×