Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. janúar 2026 07:01 Hulda Lind Sævarsdóttir er skiptinemi í Tyrklandi. Aðsend Átján ára íslenskur skiptinemi í Tyrklandi slapp með skrekkinn í innanlandsflugi ytri þegar gríðarmikil ókyrrð skók vélina. Átta slösuðust alvarlega. Hún lýsir því hvernig fólk bað til guðs, hágrét af ótta og mæður ríghéldu í börnin sín á meðan flugvélin var í frjálsu falli. Hulda Lind Sævarsdóttir, átján ára skiptinemi sem kemur frá Eskifirði, hélt af stað til Tyrklands í hálfs árs skiptinám í haust. Hún býr í Istanbúl en nýtir síðustu vikurnar til að ferðast um landið og fór á fimmtudagskvöld í flugferð til borgarinnar Kayseri. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig slæmt veður hafði verið allan daginn og fjölda flugferða hafi verið aflýst. Þrátt fyrir slæmt veður var haldið í flugferð Huldu Lindar, eftir seinkun upp á hálfan annan klukkutíma. „Þetta byrjaði allt í lagi, smá ókyrrð eins og er alltaf á Íslandi. En þegar við vorum að fara að lenda þá var alveg rosaleg ókyrrð. Þau náðu ekki að lenda svo flugvélinni var beint aftur upp á alveg síðustu stundu,“ segir Hulda. Fjallað er um eitt mesta óveður síðustu ára í kringum Istanbúl í Hurriyet Daily News. Víða voru vindhviður upp á tæpa tuttugu metra á sekúndu. Tyrkneska veðurstofan gaf út veðurviðvaranir vegna óveðursins og segir í umfjöllun T24 að þak fauk af byggingu og hafnaði næstum á gangandi vegfarenda. Klukkustund leið áður en flugmennirnir sögðu nokkuð við farþegana um ástandið. Að lokum var tilkynnt að stefnan yrði sett á aðra borg í grennd og vonast til að hægt væri að lenda þar. Á leiðinni var aftur gríðarmikil ókyrrð. „Það var mjög mikil ókyrrð á leiðinni, alveg þannig að við vorum í frjálsu falli. Það lyftist allt, símar og pappírar fóru út um allt. Þetta var alveg rosalegt.“ Flestir farþeganna voru ekki í belti og flugu því upp þegar flugvélin var í frjálsu falli. Átta slösuðust alvarlega og voru fluttir á sjúkrahús við lendingu. Hulda Lind segist sjálf ekki hafa slasast en óttaðist að vélin myndi hrapa. „Ég er almennt ekkert flughrædd en það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi. Það var líka svo mikið af litlum börnum í vélinni og þau voru ekki í belti og ég var svo stressuð að mæðurnar myndu ekki ná að halda í þau.“ Hún sendi skilaboð á fjölskylduna heima fyrir og sagðist elska þau. Fyrir slysni tók hún einnig upp hljóðupptöku þar sem má heyra farþegana öskra og gráta. Farþegarnir upplifðu svo gríðarlegan létti þegar þau lentu loks heil á höldu. „Það var svo mikill léttir, það klöppuðu allir og fólk fór að gráta.“ Lítið um upplýsingar á ensku Hulda Lind er komin til Kayseri eftir átakanlega flugferð og rútuferð um miðja nótt.Aðsend Hulda Lind lýsir einnig mikilli óvissu, flugmennirnir hafi verið duglegir að greina frá nýjustu vendingum en ekki jafn duglegir að þýða tilkynningarnar. „Við vissum ekkert hvað var að fara gerast. Svo kom tilkynning og okkur var sagt að við værum að fara að lenda í annarri borg,“ segir hún. „Það koma rosa oft tilkynningar en það var allt á tyrknesku. Í helmingi tilfella kom einhver þýðing en allt hitt var á tyrknesku og enginn í kringum mig skildi ensku.“ Að auki beið tyrknesk fjölskylda eftir Huldu Lind á flugvellinum sem hún átti að lenda á. Hún hafði enga leið til að komast í samband við þau á meðan flugferðinni stóð til að láta vita af breytingunni. Hulda Lind er í skiptinámi á vegum AFS.Aðsend Eftir að flugferðinni loks lauk, um miðnætti, fann Hulda Lind hóp af fólki sem talaði ensku og gátu þau hjálpast að við að afla sér upplýsinga. Til stóð að fljúga aftur af stað fjórum klukkustundum síðar en Hulda Lind kaus að fara frekar í rútu sem stóð einnig til boða. Hún komst því loks til fósturfjölskyldunnar að ferðalaginu loknu. Allir svo almennilegir Hulda Lind segir marga hafa furðað sig á að hún skyldi fara í skiptinám til Tyrklands. Að frátöldum samskiptaörðugleikum vegna tungumálakunnáttu hafi annars allt gengið vel að sögn Huldu Lindar. „Þegar ég var að fara út sögðu allir að Tyrkland væri stórhættulegt en fólkið hérna er ótrúlega almennilegt og til í að hjálpa með allt. Maður er alltaf svo velkominn,“ segir hún. Tyrkland Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Hulda Lind Sævarsdóttir, átján ára skiptinemi sem kemur frá Eskifirði, hélt af stað til Tyrklands í hálfs árs skiptinám í haust. Hún býr í Istanbúl en nýtir síðustu vikurnar til að ferðast um landið og fór á fimmtudagskvöld í flugferð til borgarinnar Kayseri. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu hvernig slæmt veður hafði verið allan daginn og fjölda flugferða hafi verið aflýst. Þrátt fyrir slæmt veður var haldið í flugferð Huldu Lindar, eftir seinkun upp á hálfan annan klukkutíma. „Þetta byrjaði allt í lagi, smá ókyrrð eins og er alltaf á Íslandi. En þegar við vorum að fara að lenda þá var alveg rosaleg ókyrrð. Þau náðu ekki að lenda svo flugvélinni var beint aftur upp á alveg síðustu stundu,“ segir Hulda. Fjallað er um eitt mesta óveður síðustu ára í kringum Istanbúl í Hurriyet Daily News. Víða voru vindhviður upp á tæpa tuttugu metra á sekúndu. Tyrkneska veðurstofan gaf út veðurviðvaranir vegna óveðursins og segir í umfjöllun T24 að þak fauk af byggingu og hafnaði næstum á gangandi vegfarenda. Klukkustund leið áður en flugmennirnir sögðu nokkuð við farþegana um ástandið. Að lokum var tilkynnt að stefnan yrði sett á aðra borg í grennd og vonast til að hægt væri að lenda þar. Á leiðinni var aftur gríðarmikil ókyrrð. „Það var mjög mikil ókyrrð á leiðinni, alveg þannig að við vorum í frjálsu falli. Það lyftist allt, símar og pappírar fóru út um allt. Þetta var alveg rosalegt.“ Flestir farþeganna voru ekki í belti og flugu því upp þegar flugvélin var í frjálsu falli. Átta slösuðust alvarlega og voru fluttir á sjúkrahús við lendingu. Hulda Lind segist sjálf ekki hafa slasast en óttaðist að vélin myndi hrapa. „Ég er almennt ekkert flughrædd en það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi. Það var líka svo mikið af litlum börnum í vélinni og þau voru ekki í belti og ég var svo stressuð að mæðurnar myndu ekki ná að halda í þau.“ Hún sendi skilaboð á fjölskylduna heima fyrir og sagðist elska þau. Fyrir slysni tók hún einnig upp hljóðupptöku þar sem má heyra farþegana öskra og gráta. Farþegarnir upplifðu svo gríðarlegan létti þegar þau lentu loks heil á höldu. „Það var svo mikill léttir, það klöppuðu allir og fólk fór að gráta.“ Lítið um upplýsingar á ensku Hulda Lind er komin til Kayseri eftir átakanlega flugferð og rútuferð um miðja nótt.Aðsend Hulda Lind lýsir einnig mikilli óvissu, flugmennirnir hafi verið duglegir að greina frá nýjustu vendingum en ekki jafn duglegir að þýða tilkynningarnar. „Við vissum ekkert hvað var að fara gerast. Svo kom tilkynning og okkur var sagt að við værum að fara að lenda í annarri borg,“ segir hún. „Það koma rosa oft tilkynningar en það var allt á tyrknesku. Í helmingi tilfella kom einhver þýðing en allt hitt var á tyrknesku og enginn í kringum mig skildi ensku.“ Að auki beið tyrknesk fjölskylda eftir Huldu Lind á flugvellinum sem hún átti að lenda á. Hún hafði enga leið til að komast í samband við þau á meðan flugferðinni stóð til að láta vita af breytingunni. Hulda Lind er í skiptinámi á vegum AFS.Aðsend Eftir að flugferðinni loks lauk, um miðnætti, fann Hulda Lind hóp af fólki sem talaði ensku og gátu þau hjálpast að við að afla sér upplýsinga. Til stóð að fljúga aftur af stað fjórum klukkustundum síðar en Hulda Lind kaus að fara frekar í rútu sem stóð einnig til boða. Hún komst því loks til fósturfjölskyldunnar að ferðalaginu loknu. Allir svo almennilegir Hulda Lind segir marga hafa furðað sig á að hún skyldi fara í skiptinám til Tyrklands. Að frátöldum samskiptaörðugleikum vegna tungumálakunnáttu hafi annars allt gengið vel að sögn Huldu Lindar. „Þegar ég var að fara út sögðu allir að Tyrkland væri stórhættulegt en fólkið hérna er ótrúlega almennilegt og til í að hjálpa með allt. Maður er alltaf svo velkominn,“ segir hún.
Tyrkland Íslendingar erlendis Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira