„Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 9. janúar 2026 21:48 Sigurður Pétursson átti flottan leik í kvöld. Vísir / Diego Álftanes vann í kvöld gríðarlega mikilvægan sigur á Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust í lokaleik 13. umferðar Bónus deild karla í Kaldalóns höllinni í kvöld. Álftanes fór með 22 stiga sigur af hólmi 97-75. Sigurður Pétursson ræddi við Vísi eftir leik. „Mjög gott að fá sigur loksins og kannski setja einhverja nokkra sigra saman“ sagði Sigurður Pétursson eftir sigurinn í kvöld. „Við enduðum síðasta ár á því að tapa sex í röð þannig það er gott að tengja nokkra leiki saman og bara gaman að vinna, leiðinlegt að tapa“ Leikurinn í kvöld var mjög kaflaskiptur en Álftnesingar reyndust sterkari á lokakaflanum. „Við bara byrjuðum að spila vörn. Þetta var einhvern veginn ekkert flóknara en það og byrjuðum aðeins að hlaupa. Við eigum það til að vera svolítið hægir en um leið og við förum að haupa aðeins á þá að þá áttu þeir bara í erfiðleikum með okkur“ Álftanes eru komnir með smá andrými frá liðunum fyrir neðan sig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og var þessi sigur því enn mikilvægari fyrir vikið. „Mjög mikiævægt og ég skoðaði aðeins þessa stigatöflu fyrir leikinn og fékk smá í magann, maður er þarna að berjast á botninum sem er helvíti leiðinlegt en það er gott að fá svona smá andrými frá þeim. Við verðum bara að halda áfram að setja þessa leiki saman og halda áfram að vinna, ekkert að stoppa núna“ Það er skemmtileg staðreynd að Álftanes hefur ekki unnið leik án Sigurðar Péturssonar en er hann límið sem heldur þessu saman? „Ég ætla ekki að segja það en ég er náttúrulega bara eitt púsl í þessu púsluspili. Ef það vantar eitt púsl þá getur þetta verið svolítið erfitt“ „Þeir settu þetta lið upp með mig í myndinni og það er erfitt sama hvern myndi vanta, ef það myndi vanta David [Okeke] þá myndi vanta stóran mann og ef það vantar mig þá vantar kannski smá orku í liðið“ „Þetta voru líka erfiðir leikir sem að þeir áttu og voru að spila þarna eftir að ég meiddist en ég læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín þannig þetta er bara gott að halda þessu áfram“ sagði Sigurður Pétursson. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
„Mjög gott að fá sigur loksins og kannski setja einhverja nokkra sigra saman“ sagði Sigurður Pétursson eftir sigurinn í kvöld. „Við enduðum síðasta ár á því að tapa sex í röð þannig það er gott að tengja nokkra leiki saman og bara gaman að vinna, leiðinlegt að tapa“ Leikurinn í kvöld var mjög kaflaskiptur en Álftnesingar reyndust sterkari á lokakaflanum. „Við bara byrjuðum að spila vörn. Þetta var einhvern veginn ekkert flóknara en það og byrjuðum aðeins að hlaupa. Við eigum það til að vera svolítið hægir en um leið og við förum að haupa aðeins á þá að þá áttu þeir bara í erfiðleikum með okkur“ Álftanes eru komnir með smá andrými frá liðunum fyrir neðan sig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og var þessi sigur því enn mikilvægari fyrir vikið. „Mjög mikiævægt og ég skoðaði aðeins þessa stigatöflu fyrir leikinn og fékk smá í magann, maður er þarna að berjast á botninum sem er helvíti leiðinlegt en það er gott að fá svona smá andrými frá þeim. Við verðum bara að halda áfram að setja þessa leiki saman og halda áfram að vinna, ekkert að stoppa núna“ Það er skemmtileg staðreynd að Álftanes hefur ekki unnið leik án Sigurðar Péturssonar en er hann límið sem heldur þessu saman? „Ég ætla ekki að segja það en ég er náttúrulega bara eitt púsl í þessu púsluspili. Ef það vantar eitt púsl þá getur þetta verið svolítið erfitt“ „Þeir settu þetta lið upp með mig í myndinni og það er erfitt sama hvern myndi vanta, ef það myndi vanta David [Okeke] þá myndi vanta stóran mann og ef það vantar mig þá vantar kannski smá orku í liðið“ „Þetta voru líka erfiðir leikir sem að þeir áttu og voru að spila þarna eftir að ég meiddist en ég læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín þannig þetta er bara gott að halda þessu áfram“ sagði Sigurður Pétursson.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum