Enski boltinn

Loksins unnu Hamrarnir eftir fram­lengdan leik

Sindri Sverrisson skrifar
Taty Castellanos fagnar með Crysencio Summerville eftir að hafa skorað í framlengingunni í dag.
Taty Castellanos fagnar með Crysencio Summerville eftir að hafa skorað í framlengingunni í dag. Getty/Alex Pantling

West Ham vann sinn fyrsta sigur í rúma tvo mánuði í dag þegar liðið lagði 1. deildarlið QPR að velli í framlengdum leik, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag.

West Ham fagnaði 2-1 sigri en þurfti að klára 120 mínútur til þess.

Crysencio Summerville kom Hömrunum yfir í lok fyrri hálfleiks, eftir afar snögga sókn fram völlinn, en Richard Kone jafnaði fyrir gestina með skallamarki á 65. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og við tók framlenging en þar hélt Summerville áfram að reynast West Ham mikilvægur þegar hann fór frábærlega með boltann fram vinstra megin og sendi svo afar snyrtilega fyrirgjöf á koll Valentins Castellanos sem skoraði, á 98. mínútu.

Norwich er einnig komið áfram í 4. umferð eftir 5-1 sigur gegn Walsall og Mansfield sló Sheffield United út með 4-3 útisigri.

Hull vann svo Blackburn í vítaspyrnukeppni og West Brom hafði einnig betur gegn Swansea í vítaspyrnukeppni.

Lokaleikur dagsins er á milli Manchester United og Brighton þar sem gestirnir frá Brighton eru 1-0 yfir í hálfleik.


Tengdar fréttir

Martinelli og hornspyrnur hetjurnar

Arsenal vann 4-1 sigur á Portsmouth á Fratton Park í 3. umferð FA-bikarsins í fótbolta. Gabriel Martinelli og hornspyrnur Skyttanna reyndust drjúg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×