Innlent

Kvöld­fréttir: Í beinni frá Gufu­nesi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Mikill eldur logar í Gufunesi og svartur reykur sést víða á höfuðborgarsvæðinu. Við skoðum aðstæður í kvöldfréttum og verðum í beinni frá Gufunesi.

Karlmaður sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dreng neitar sök en ber samt við minnisleysi. Við ræðum við afbrotafræðing sem segir einkennilegt að gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum sé hafnað.

Slökkvilið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými í húsum þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum en grunur er um íkveikju í slíku húsi sem slökkviliði hafði borist ábending um.

Þá förum við yfir nýjustu vendingar í málefnum Grænlands og Kristján Már Unnarson mætir í myndver; rýnir í skammdegið og færir okkur gleðifregnir af því hvernig daginn er nú að lengja.

Einnig verðum við í beinni með Stjörnu-Sævari og heyrum allt um norðurljósadýrðina sem hefur verið yfir landinu, hitum upp fyrir Evrópumótið í handbolta auk þess sem við verðum við rætur Vatnajökuls í Íslandi í dag og hittum konur sem stofnuðu Fjallaskóla Íslands.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×