Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2026 12:08 Sigvaldi Björn Guðjónsson á HM fyrir ári síðan. Hann er ekki í EM-hópnum nú. Getty/Luka Stanzl Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson segir það eflaust verða skrýtið að fylgjast með komandi stórmóti í handbolta í sjónvarpinu. Hann er nú að skoða sín mál hjá norska félaginu Kolstad sem neyðist til að lækka laun hans og fleiri leikmanna. Sigvaldi er fyrirliði Kolstad og hefur verið hjá félaginu síðan 2022, og haft fjölda Íslendinga sem liðsfélaga. Eftir að hafa spennt bogann hátt og ætlað sér stóra hluti í Evrópu hefur félagið neyðst til að draga saman seglin og farið fram á það við Sigvalda og fleiri lykilleikmenn að þeir taki á sig launalækkun. Ekki hefur náðst samkomulag um þetta og samkvæmt frétt TV 2 í Noregi í dag þá mun til að mynda Simen Lyse fara frá Kolstad til PSG strax eftir Evrópumótið, en ekki í sumar eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Sigvaldi segir sín mál enn til skoðunar en að honum sé frjálst að skoða aðra kosti fyrst Kolstad geti ekki staðið við gerða samninga. „Ég hef ekki neitað neinu. Við erum enn í viðræðum og að reyna að finna einhverja lausn,“ segir Sigvaldi. „Þannig er staðan núna. Þetta tekur bara tíma og við erum að reyna að finna bestu lausn fyrir mig og Kolstad,“ bætir hann við og kveðst opinn fyrir öllu hvað framhaldið snerti. Skrýtið og óþægilegt að horfa á EM í sjónvarpinu Sigvaldi hefur verið í hægra horninu hjá íslenska landsliðinu á síðustu sjö stórmótum í röð, eða frá og með HM 2019, en er ekki í EM-hópnum núna. Meiðsli í læri hafa þar mikið að segja: „Staðan er ágæt. Ég tognaði smá í bikarúrslitaleiknum 29. desember og er eiginlega búinn að jafna mig á því en ekki testa það hundrað prósent. Ég mun æfa handbolta í þessari viku, eftir að hafa bara verið að hlaupa og lyfta, svo ég er að verða klár. En þetta hefur verið vesen síðan í síðasta landsliðsverkefni,“ segir Sigvaldi sem býr sig nú undir að horfa á EM í sófanum: „Það verður mjög skrýtið að fylgjast með þessu í sjónvarpinu. Þetta verður örugglega pínu óþægilegt. En ég er bara spenntur fyrir strákunum. Þetta hefur lúkkað mjög vel í æfingaleikjunum. En það verður mjög spes að vera bara heima þegar mótið byrjar,“ segir Sigvaldi sem heldur sambandi við sjúkraþjálfara landsliðsins og verður til taks ef á þarf að halda. Norski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Sigvaldi er fyrirliði Kolstad og hefur verið hjá félaginu síðan 2022, og haft fjölda Íslendinga sem liðsfélaga. Eftir að hafa spennt bogann hátt og ætlað sér stóra hluti í Evrópu hefur félagið neyðst til að draga saman seglin og farið fram á það við Sigvalda og fleiri lykilleikmenn að þeir taki á sig launalækkun. Ekki hefur náðst samkomulag um þetta og samkvæmt frétt TV 2 í Noregi í dag þá mun til að mynda Simen Lyse fara frá Kolstad til PSG strax eftir Evrópumótið, en ekki í sumar eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Sigvaldi segir sín mál enn til skoðunar en að honum sé frjálst að skoða aðra kosti fyrst Kolstad geti ekki staðið við gerða samninga. „Ég hef ekki neitað neinu. Við erum enn í viðræðum og að reyna að finna einhverja lausn,“ segir Sigvaldi. „Þannig er staðan núna. Þetta tekur bara tíma og við erum að reyna að finna bestu lausn fyrir mig og Kolstad,“ bætir hann við og kveðst opinn fyrir öllu hvað framhaldið snerti. Skrýtið og óþægilegt að horfa á EM í sjónvarpinu Sigvaldi hefur verið í hægra horninu hjá íslenska landsliðinu á síðustu sjö stórmótum í röð, eða frá og með HM 2019, en er ekki í EM-hópnum núna. Meiðsli í læri hafa þar mikið að segja: „Staðan er ágæt. Ég tognaði smá í bikarúrslitaleiknum 29. desember og er eiginlega búinn að jafna mig á því en ekki testa það hundrað prósent. Ég mun æfa handbolta í þessari viku, eftir að hafa bara verið að hlaupa og lyfta, svo ég er að verða klár. En þetta hefur verið vesen síðan í síðasta landsliðsverkefni,“ segir Sigvaldi sem býr sig nú undir að horfa á EM í sófanum: „Það verður mjög skrýtið að fylgjast með þessu í sjónvarpinu. Þetta verður örugglega pínu óþægilegt. En ég er bara spenntur fyrir strákunum. Þetta hefur lúkkað mjög vel í æfingaleikjunum. En það verður mjög spes að vera bara heima þegar mótið byrjar,“ segir Sigvaldi sem heldur sambandi við sjúkraþjálfara landsliðsins og verður til taks ef á þarf að halda.
Norski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira