Fótbolti

Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alvaro Arbeloa verður ekki langlífur í starfi ef svona heldur áfram.
Alvaro Arbeloa verður ekki langlífur í starfi ef svona heldur áfram. Denis Doyle/Getty Images

Álvaro Arbeloa tók miklar áhættur í sínum fyrsta leik við stjórnvölinn hjá Real Madrid og niðurstaðan varð 3-2 tap gegn neðri deildarliði Albacete.

Arbeloa ákvað að gera heilar átta breytingar á byrjunarliði Real Madrid frá því í síðasta leik og stillti upp áhugaverðri blöndu af stórstjörnum og unglingum.

Vinicius Junior var til dæmis á sínum stað en Jude Bellingham var skildur eftir utan hóps.

Sú tilraun fór ekki betur en svo að Real Madrid tapaði leiknum, gegn liði sem situr í sautjánda sæti B-deildarinnar á Spáni.

Leikurinn var reyndar hin mesta skemmtun. Albacete var 2-1 yfir þegar venjulegum leiktíma lauk en Real Madrid jafnaði leikinn 2-2.

Jefté Betancor klæddi sig þá í skikkju og skoraði 3-2 sigurmarkið fyrir Albacete á lokamínútu uppbótartímans.

Albacete mun því halda áfram í átta liða úrslit spænska konungsbikarsins, en Real Madrid sér á eftir enn öðrum bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×