Innlent

Ólga á norður­slóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Viðbúnaður hefur verið aukinn á Grænlandi og rætt er um gjörbreyttar aðstæður í öryggis- og varnarmálum á norðurslóðum. Utanríkisráðherra fundaði í dag með fulltrúa bandaríska sendiráðsins hér á landi. Við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum.

Aukin dánartíðni og örorka er í hópi þeirra sem dvöldu á Vöggustofum borgarinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Vöggustofunefnd kynnti skýrslu sína í dag. Við rýnum í hana og ræðum við borgarstjóra sem segist ætla að bregðast við.

Stjórnarformaður félags um Vestmannaeyjagöng vonast til þess að hægt verði að aka í jarðgöngum til Eyja eftir tíu ár og stefnt er á að rannsóknarboranir hefjist í vor. Við förum yfir málið í kvöldfréttum.

Þá heyrum við í Pétri Marteinssyni, oddvitaefni Samfylkingar í Reykjavík, um umtalaða lóð sem hann seldi og verðum í beinni frá æfingum á nýrri Latarbæjarsýningu.

Við hitum svo að sjálfsögðu upp fyrir fyrsta leik strákanna okkar á EM í handbolta og í Íslandi í dag hittir Vala Matt stofnanda bændamarkaðarins Frú Laugu, sem heldur í unglegt útlit með ýmsum ráðum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×