Sport

Ó­trú­leg sigur­ganga Luke Littler tók loks enda

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luke Littler er ekki ósigrandi, þó hann hafi litið þannig út á heimsmeistaramótinu. 
Luke Littler er ekki ósigrandi, þó hann hafi litið þannig út á heimsmeistaramótinu.  James Fearn/Getty Images

Eftir að hafa unnið 21 leik í röð tapaði pílukastarinn Luke Littler gegn Gerwyn Price í átta manna úrslitum meistaramótsins í Barein.

Þetta var fyrsta tap Littler síðan þann 30. október en síðan þá hefur hann unnið Grand Slam, Players Championship og heimsmeistaramótið í pílukasti annað árið í röð.

Littler virtist algjörlega óstöðvandi og byrjaði mótið í Barein ljómandi vel, þegar hann rústaði Paul Lim í fyrsta leik sínum síðan hann varð heimsmeistari í byrjun mánaðar.

En þessi 19 ára Englendingur er greinilega ekki ósigrandi því hann féll úr leik með 6-2 tapi gegn Gerwyn Price.

Fyrrum heimsmeistarinn Luke Humphries, næstefsti maður heimslistans, féll líka úr leik í átta liða úrslitum, gegn Nathan Aspinall.

Nú þykir Gian van Veen líklegastur til sigur og samlandi hans, Hollendingurinn Michael van Gerwen er einnig kominn í undanúrslit. Van Veen mun mæta Price og Gerwyn mun mæta Aspinall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×