Innlent

For­maður Sjálf­stæðis­flokksins fer yfir þunga stöðu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka Grænland með hervaldi. Hins vegar krefst hann viðræðna um eignarhald á eyjunni. Utanríkisráðherra Danmerkur hafnar öllum viðræðum.

Þingmaður og sérfræðingur málefnum Norðurslóða fer yfir tíðindi fundarins í beinni í kvöldfréttum Sýnar og spáir í næstu skref.

Meirihlutinn í borgarstjórn ákvað í gær að styrkja Félagsbústaði tvöfalt hærri upphæð en þá lágmarksupphæð sem starfshópur starfshópur um fjárhagsstöðuna leggur til í nýrri skýrslu. Borgarfulltrúi gagnrýnir að skýrslunni hafi verið haldið leyndri fyrir minnihlutanum og segir málið lykta af prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar.

Við förum yfir helstu tíðindi í könnun Maskínu sem kom út í dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman og flokkurinn mælist minni en Viðreisn. Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir stöðuna í beinni. 

Íbúi í Seljahverfi í Reykjavík hefur sett í loftið nýja vefsíðu þar sem sjá má kort yfir það sem hann kallar raunverulegt ástand borgarinnar. Hann segir um að ræða borgaralegt tilkynningakerfi og vonar að borgin bregðist við skemmdum.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Sýnar á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×