Enski boltinn

Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mark Leicester skráist sem sjálfsmark en skrifast að mestu á Alishu Lehmann. 
Mark Leicester skráist sem sjálfsmark en skrifast að mestu á Alishu Lehmann.  Leila Coker - WSL/WSL Football via Getty Images

Alisha Lehmann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Leicester City í 1-2 tapi gegn West Ham í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir er hins vegar enn að glíma við meiðsli. 

Lehmann gekk til liðs við Leicester fyrir þremur dögum síðan og byrjaði á varamannabekknum í dag. Hún leysti síðan vinstri vængmanninn Shannon O'Brien af hólmi á 64. mínútu, strax eftir að Leicester lenti 2-0 mörkum undir. 

Á 84. mínútu minnkaði Leicester muninn, þegar fyrirgjöf barst til Lehmann og varnarmaður rak fæti í boltann. Markið skráðist sem sjálfsmark á Evu Nystrom. 

Alisha Lehmann kom til Leicester frá FC Como á Ítalíu. David Davies/PA Images via Getty Images

Með tapinu missti Leicester af mikilvægum stigum í harðri fallbaráttu. Botnlið Liverpool vann fyrsta sigur tímabilsins og er komið með 7 stig. West Ham er þar fyrir ofan með 8 stig, líkt og Everton. Leicester er svo með 9 stig í 9. sætinu. 

Hlín Eiríksdóttur hefur ekki spilað síðan hún meiddist í tapi gegn toppliði Manchester City þann 7. desember. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×