Körfubolti

Martin fagnaði eftir fram­lengingu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Martin Hermannsson átti mjög fínan leik með Alba Berlin. 
Martin Hermannsson átti mjög fínan leik með Alba Berlin.  Soeren Stache/dpa (Photo by Soeren Stache/picture alliance via Getty Images

Martin Hermannsson fagnaði 87-82 sigri með Alba Berlin eftir framlengdan leik gegn Bamberg í 17. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Ekkert gat skilið liðin að í þessum æsispennandi leik, fyrr en á lokamínútunum þegar Alba tók fram úr. Heimamenn skelltu í lás og fengu ekki á sig stig síðustu tvær mínúturnar.

Martin var öflugur í dag, skoraði 19 stig, gaf 3 stoðsendingar, greip 3 fráköst og stal boltanum 4 sinnum.

Alba fór með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar en er átta stigum á eftir Bayern Munchen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×