Loðna fundist á stóru svæði Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2026 19:44 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er notað í leitinni. Friðrik Þór Halldórsson Loðna hefur fundist á stóru svæði í mælingu Hafrannsóknastofnunar sem er langt komin. Stefnt er að því að birta veiðiráðgjöf í seinni hluta þessarar viku en einungis á eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum. Hafrannsóknastofnun veitir stjórnvöldum og hagsmunaaðilum ráðgjöf varðandi sjálfbæra nýtingu á fiskstofnunum og er horft til hennar við ákvörðun fiskveiðiheimilda. Nú er von á nýrri ráðgjöf frá stofnuninni fyrir núverandi verktíð. Við síðustu ráðgjöf var tillaga að hámarksafla loðnu lækkað um sex prósent í 43. 766 tonn. „Þótt mælingum sé ekki lokið vill Hafrannsóknastofnun greina lítillega frá niðurstöðum sem varða ástand loðnunnar og dreifingu. Vísindamenn stofnunarinnar munu svo á næstu dögum yfirfara gögn, meta stærð veiðistofnsins, óvissu í mælingunum og afrán ásamt því að ákvarða ráðgjöf fyrir yfirstandandi vertíð,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Nýja ráðgjöfin muni bæði byggja á umræddri mælingu og mælingum sem fóru fram á stærð veiðstofnsins haustið 2025. Verið kynþroska að stærstu leyti Að sögn Hafrannsóknastofnunar er loðnan dreifð yfir stóran hluta yfirferðarsvæðisins en mesti þéttleikinn í fremsta hluta göngunnar fyrir austan land og úti af Húnaflóa. Langstærsti hluti loðnunnar fyrir norðan og austan land hafi verið kynþroska og muni því hrygna á næstu vikum. Hrognaprósenta loðnunnar hafi verið á bilinu sex til átta prósent víðast hvar. Fiskistofa hefur þegar úthlutað 31.046 tonna loðnukvóta og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. Fyrsta loðna vertíðarinnar barst á land á Norðfirði í byrjun síðustu viku. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Hafrannsóknaskipin Þórunn Þórðardóttir og Árni Friðriksson hafa neyðst til að gera hlé á loðnumælingum vegna brælu undan Húnaflóa. Báðum hefur verið siglt í átt að landi í var. 22. janúar 2026 14:52 Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Gleði ríkti á Norðfirði í dag þegar fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað hjá Síldarvinnslunni. Loðnunni er lýst sem stórri og fallegri og fer hún öll í heilfrystingu til manneldis. 20. janúar 2026 21:56 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Hafrannsóknastofnun veitir stjórnvöldum og hagsmunaaðilum ráðgjöf varðandi sjálfbæra nýtingu á fiskstofnunum og er horft til hennar við ákvörðun fiskveiðiheimilda. Nú er von á nýrri ráðgjöf frá stofnuninni fyrir núverandi verktíð. Við síðustu ráðgjöf var tillaga að hámarksafla loðnu lækkað um sex prósent í 43. 766 tonn. „Þótt mælingum sé ekki lokið vill Hafrannsóknastofnun greina lítillega frá niðurstöðum sem varða ástand loðnunnar og dreifingu. Vísindamenn stofnunarinnar munu svo á næstu dögum yfirfara gögn, meta stærð veiðistofnsins, óvissu í mælingunum og afrán ásamt því að ákvarða ráðgjöf fyrir yfirstandandi vertíð,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Nýja ráðgjöfin muni bæði byggja á umræddri mælingu og mælingum sem fóru fram á stærð veiðstofnsins haustið 2025. Verið kynþroska að stærstu leyti Að sögn Hafrannsóknastofnunar er loðnan dreifð yfir stóran hluta yfirferðarsvæðisins en mesti þéttleikinn í fremsta hluta göngunnar fyrir austan land og úti af Húnaflóa. Langstærsti hluti loðnunnar fyrir norðan og austan land hafi verið kynþroska og muni því hrygna á næstu vikum. Hrognaprósenta loðnunnar hafi verið á bilinu sex til átta prósent víðast hvar. Fiskistofa hefur þegar úthlutað 31.046 tonna loðnukvóta og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. Fyrsta loðna vertíðarinnar barst á land á Norðfirði í byrjun síðustu viku.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Hafrannsóknaskipin Þórunn Þórðardóttir og Árni Friðriksson hafa neyðst til að gera hlé á loðnumælingum vegna brælu undan Húnaflóa. Báðum hefur verið siglt í átt að landi í var. 22. janúar 2026 14:52 Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Gleði ríkti á Norðfirði í dag þegar fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað hjá Síldarvinnslunni. Loðnunni er lýst sem stórri og fallegri og fer hún öll í heilfrystingu til manneldis. 20. janúar 2026 21:56 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Hafrannsóknaskipin Þórunn Þórðardóttir og Árni Friðriksson hafa neyðst til að gera hlé á loðnumælingum vegna brælu undan Húnaflóa. Báðum hefur verið siglt í átt að landi í var. 22. janúar 2026 14:52
Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Gleði ríkti á Norðfirði í dag þegar fyrstu loðnunni á þessari vertíð var landað hjá Síldarvinnslunni. Loðnunni er lýst sem stórri og fallegri og fer hún öll í heilfrystingu til manneldis. 20. janúar 2026 21:56