Fótbolti

Orri sneri aftur eftir meiðsli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Orri Steinn hefur glímt við mikil meiðsli en gat leyft sér að brosa í dag. 
Orri Steinn hefur glímt við mikil meiðsli en gat leyft sér að brosa í dag.  Ion Alcoba Beitia/Getty Images

Orri Steinn Óskarsson sneri aftur til leiks með Real Sociedad og spilaði síðustu mínúturnar í 3-1 sigri liðsins gegn Celta Vigo í 21. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.

Orri Steinn hefur verið að glíma við mikil meiðsli á þessu tímabili og þegar hann sneri aftur eftir margra mánaða fjarverju í byrjun þessa árs meiddist hann aftur. Þau meiðsli voru ekki eins alvarleg en héldu honum frá keppni í þrjár vikur, þar til í dag.

Hann leysti Mikel Oyarzabal af hólmi en framherjinn hafði átt frábæran leik.

Oyarzabal skoraði fyrsta markið á 17. mínútu leiksins og kom Sociedad síðan 2-1 yfir á 75. mínútu.

Þess á milli hafði Sociedad fengið á sig rautt spjald og jöfnunarmark, en liðið náði tökum á leiknum aftur, komst yfir og vann á endanum 3-1 sigur eftir mark í uppbótartímanum.

Orri Steinn var næstum því búinn að skora, þremur mínútum eftir að hann kom inn á, en markmaðurinn Ionut Radu varði frá honum úr algjöru dauðafæri.

Real Sociedad hefur ekki tapað í síðustu fimm leikjum og kom sér með þessum sigri upp í áttunda sæti spænsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×