Handbolti

Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“

Aron Guðmundsson skrifar
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins áttu stemninguna í Malmö Arena frá A til Ö í gær í leik Íslands og Svíþjóðar í milliriðlum EM í handbolta.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins áttu stemninguna í Malmö Arena frá A til Ö í gær í leik Íslands og Svíþjóðar í milliriðlum EM í handbolta. Vísir/Vilhelm

Leik­menn sænska lands­liðsins eru á því að Svíar séu of góðir við mót­herja sína en at­vik í leik liðsins gegn Ís­landi á EM í hand­bolta í gær hefur vakið furðu ytra.

Þegar að Ís­land komst sex mörkum yfir í fyrri hálf­leik í stöðuna 18-12 tók þjálfari sænska lands­liðsins leik­hlé.

Það var þá sem tón­listar­stjóri Mal­mö hallarinnar ákvað að setja lag af stað sem trekkti í gang víkinga­klappið hjá stuðnings­mönnum ís­lenska lands­liðsins sem áttu höllina í gær.

Al­bin Lager­gren, marka­hæsti leik­maður sænska lands­liðsins í leiknum, var spurður út í þetta at­vik í viðtali eftir leik og hans mat á því var ein­fald­lega það að Svíar væru bara of góðir við aðra.

„Það er svona sem þetta er gert í Svíþjóð, þetta er ekki nýtt fyrir okkur,“ sagði Lager­gren í viðtali við Afton­bladet. Hann er á því að Svíar þyrftu að vera harðari, innan sem utan vallar.

„Þetta hefði ábyggi­lega farið aðeins betur hjá okkur ef við hefðum verið grimmari.“

Felix Claar, leik­maður sænska lands­liðsins og sam­herji Gísla, Ómars og Elvars hjá Mag­deburg sýndi þessu skilning.

„Þeir voru með góða for­ystu í leiknum þannig þetta var lík­legast rétt ákvörðun.“

Í Besta sætinu skömmu eftir leik í Mal­mö í gær kom íþrótta­frétta­maður Sýnar, Henry Birgir Gunnars­son, einnig inn á stuðning Ís­lendinga í höllinni sem og góð­mennsku Svíana.

„Það er engin spenna í byggingunni,“ sagði Henry Birgir í Besta sætinu frá Mal­mö höllinni í gær. „Svíar eru svo kurteisir lúðar, klappa nánast fyrir hverju marki sem við skorum og létu pakka sér saman í stúkunni. Þetta skiptir þá ekki alveg jafn miklu máli og okkur Ís­lendinga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×