Handbolti

Stærð sigurs Ís­lands gegn Svíum veki upp spurningar

Aron Guðmundsson skrifar
Frá sigurleik Íslands gegn Svíþjóð í gær
Frá sigurleik Íslands gegn Svíþjóð í gær Vísir/Vilhelm

Drazen Pinevic, blaðamaður króatíska miðilsins Sportske Novotski, ritar pistil í dag þar sem hann er ansi harðorður í garð sænska landsliðsins eftir átta marka tap liðsins gegn Íslandi á EM í handbolta í gær. 

Vekur það upp grunsemdir blaðamannsins hversu stór sigur Íslands var og gefur hann því undir fótinn að kannski hafi Svíar vísvitandi dregið úr mótspyrnu sinni til þess að hafa áhrif á mögulega stöðu ef kæmi til þess að innbyrðis markatala milli liðanna þriggja (Íslands, Svíþjóðar og Króatíu) myndi ráða ferðinni varðandi það hvaða tvö lið færu áfram í undanúrslit. Sú staða kæmi upp ef þau yrðu jöfn stigum við lok milliriðilsins.

Þannig er mál með vexti að Króatar töpuðu með átta marka mun fyrir Svíum er liðin mættust fyrr í mótinu. Átta marka sigur Íslands á Svíum í gær kemur lærisveinum Dags Sigurðssonar í króatíska landsliðinu því í þrönga stöðu, upp á innbyrðis markatölu að gera gegn Svíþjóð og Íslandi. 

Hugleiðingar króatíska blaðamannsins geta talist mjög svo ótímabærar, það getur allt gerst og ekki víst að reikna þurfi innbyrðis markatölu liða til þessa að skera úr um það hvaða lið fara áfram í undanúrslit. En ljóst er að hann hefur áhyggjur af stöðunni.

Ísland, Svíþjóð, Slóvenía og Króatía eru öll með fjögur stig fyrir lokaumferðirnar tvær. Ísland, Svíþjóð og Króatía hafa mæst innbyrðis og fari svo að þau lið verði jöfn að stigum á toppi riðilsins myndi innbyrðis markatalan vera Svíþjóð og Íslandi í hag sökum átta marka sigurs Svía á Króötum annars vegar og átta marka sigurs Íslands á Svíum hins vegar.

Blaðamaður Sportske Novosti leggur á það áherslu í pistli sínum að hann sé með þessu ekki að ásaka Svía um óheiðarleika, heldur flækist tilfinningar hans þarna inn í og að frekar sé um að ræða gagnrýni á keppnisfyrirkomulag mótsins.


Tengdar fréttir

Ótrú­leg saga Viggós rifjuð upp í er­lendum miðlum

Viggó Kristjánsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í mögnuðum sigri Íslands gegn Svíþjóð í gær, á EM í handbolta, og af því tilefni hefur verið rifjað upp að á sínum tíma var Viggó ekki í handbolta heldur fótboltamaður hjá einu besta liði Íslands.

Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það

„Éttu þetta Andreas Stockenberg,“ skrifar Alma Möller heilbrigðisráðherra á Facebook og deilir í leiðinni grein Handkastsins þar sem farið er yfir það þegar sænski þjálfarinn Stockenberg fór yfir dapran leikstíl íslenska landsliðsins á X-inu, að hans mati.

Dregur til baka um­mæli sín um Gísla Þor­geir

Sér­fræðingar Besta sætisins héldu vart vatni yfir frammistöðu Gísla Þor­geirs Kristjáns­sonar í átta marka sigri Ís­lands á Svíþjóð á EM í hand­bolta í gær. Menn tóku hatt sinn ofan, átu sokk, en um­fram allt dáðust að Gísla Þor­geiri og því hvernig hann hefur tekið af skarið sem leið­togi innan vallar.

Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“

Sænski handboltaþjálfarinn Andreas Stockenberg hefur átt í vök að verjast á samfélagsmiðlum eftir að hann hraunaði yfir íslenska landsliðið sem svo valtaði yfir það sænska á EM í gær.

„Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“

Viggó Kristjánsson var öðrum fremur maður leiksins í stórsigrinum á Svíum á EM í handbolta í gærkvöldi og með magnaðri innkomu hans kviknaði heldur betur á hægri vængnum hjá íslenska landsliðinu. Örvhentu leikmennirnir í Besta sætinu voru líka ánægðir með þessa innkomu Viggós og líka hvaða áhrif það hafði á Ómar Inga Magnússon.

Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur

Vá. Þetta var leikur í lagi. Það er eiginlega ótrúlegt að skrifa það en Ísland vann átta marka sigur á Svíum í kvöld. Það á þeirra heimavelli, og spilandi þeirra leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×