Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 27. janúar 2026 17:40 Heiða Björg Hilmisdóttir er spennt fyrir baráttunni í vor. Vísir/Anton Brink Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur engar kveðjur fengið frá flokksforystunni í Samfylkingunni eftir prófkjörið um helgina þar sem hún laut í lægra haldi gegn Pétur Marteinssyni í oddvitaslag. Hún segist spennt fyrir komandi baráttu og hlakka til að kynnast Pétri betur. Líkt og fram hefur komið tilkynnti Heiða í morgun að hún myndi taka annað sætið á lista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í vor. Heiða þakkaði í tilkynningunni öllum þeim sem studdu hana í forvalinu um liðna helgi og ítrekaði hamingjuóskir til Péturs. Heiða hlaut 1424 atkvæði gegn 3063 atkvæðum Péturs og hafnaði í öðru sæti. Klippa: Fann fyrir miklu ákalli um að taka við sæti á lista Ekki erfið ákvörðun „Ég byrjaði á því að hvíla mig svolítið eftir mikla törn,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. „Svo heyrði ég bara í mínu fólki, meta stöðuna og hvernig ég gæti best orðið að liði. Ég hef ákveðið að vera í öðru sæti listans, það er sætið sem ég var í í upphafi þessa kjörtímabils og verð þá bara áfram í.“ Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei ekkert sérstaklega. Ég þurfti að gefa mér tíma til að heyra í mínu fólki og velta þessu aðeins fyrir mér,“ segir Heiða. Hún segir það hafa komið til greina að stíga til hliðar en hafa fundið fyrir það miklum stuðningi og ákalli um að sitja áfram á listanum. Treystir Pétri Hvernig líður þér með það að taka annað sætið á lista sem Pétur leiðir, þetta var svolítið hörð kosningabarátta, þú gagnrýndir hann, talaðir til dæmis um að hann væri reynslulítill? „Ja, það var bara það sem hann hafði sagt sjálfur sko. Ég hef ekkert gagnrýnt hann og hef í rauninni ekkert um hann að segja, ég þekki hann ekki en nú munum við bara kynnast og fara betur í þetta. Ég hef enga trú á öðru en að hann eigi eftir að standa sig vel og það koma þarna inn mörg þúsund manns sem vilja kjósa hann og það er frábært og ég vona að þau komi öll með okkur inn í baráttuna í vor.“ Það voru svona mál, það var tekist á um lóðamál og annað líka, það voru þung mál í baráttunni, helduru að þetta skilji ekki eftir eitthvað á milli ykkar, heldurðu að það sé auðvelt að starfa saman eftir þetta? „Ja, ég tengist þeim málum ekki neitt. Ég hef ekki komið nálægt neinum lóðamálum eða öðru og ég hef ekki fundið fyrir neinu öðru en bara góðvild okkar á milli. Við höfum aðallega hist í podcöstum eða viðtölum, þannig nú þurfum við bara að hittast og ræða áframhaldið og ég held að það verði lítið mál.“ Þú treystir honum alveg? „Já já, ég hef enga ástæðu til annars. Flokkurinn hefur nú valið leiðtoga og þannig virkar lýðræðið og við sem erum í þessum lýðræðislega flokki lútum því og veljum hvar við getum orðið að liði og hvað við treystum okkur í og viljum gera.“ Ekki heyrt í Kristrúnu Hefurðu eitthvað heyrt í formanni flokksins eftir þetta, Kristrúnu? „Nei, ég hef reyndar ekki heyrt í henni. En ég svo sem átti ekkert von á því.“ Þegar kemur að forystu flokksins, hefðiru viljað heyra í þeim eftir þetta, sérstaklega formanninum, í ljósi þess að þú ert borgarstjóri? „Ég velti því ekkert fyrir mér. Ég heyrði auðvitað aðeins frá varaformanninum og við erum bara í góðu samstarfi. Ég heyrði bara í fjölda fólks, mikið ákall um að ég yrði áfram, það er það sem flokkurinn fól mér og það er það sem ég ætla að gera.“ Ertu spennt fyrir komandi mánuðum og baráttu? „Ég er alltaf spennt fyrir því. Ég hef auðvitað verið að vinna í stjórnmálum til að koma breytingum til leiða og það er nóg af verkefnum í Reykjavík áfram og ég hlakka til að takast á við þau bæði með reyndum félögum og nýju fólki.“ Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ 24. janúar 2026 20:03 Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. 26. janúar 2026 09:37 Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. 24. janúar 2026 23:24 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Líkt og fram hefur komið tilkynnti Heiða í morgun að hún myndi taka annað sætið á lista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í vor. Heiða þakkaði í tilkynningunni öllum þeim sem studdu hana í forvalinu um liðna helgi og ítrekaði hamingjuóskir til Péturs. Heiða hlaut 1424 atkvæði gegn 3063 atkvæðum Péturs og hafnaði í öðru sæti. Klippa: Fann fyrir miklu ákalli um að taka við sæti á lista Ekki erfið ákvörðun „Ég byrjaði á því að hvíla mig svolítið eftir mikla törn,“ segir Heiða í samtali við fréttastofu. „Svo heyrði ég bara í mínu fólki, meta stöðuna og hvernig ég gæti best orðið að liði. Ég hef ákveðið að vera í öðru sæti listans, það er sætið sem ég var í í upphafi þessa kjörtímabils og verð þá bara áfram í.“ Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei ekkert sérstaklega. Ég þurfti að gefa mér tíma til að heyra í mínu fólki og velta þessu aðeins fyrir mér,“ segir Heiða. Hún segir það hafa komið til greina að stíga til hliðar en hafa fundið fyrir það miklum stuðningi og ákalli um að sitja áfram á listanum. Treystir Pétri Hvernig líður þér með það að taka annað sætið á lista sem Pétur leiðir, þetta var svolítið hörð kosningabarátta, þú gagnrýndir hann, talaðir til dæmis um að hann væri reynslulítill? „Ja, það var bara það sem hann hafði sagt sjálfur sko. Ég hef ekkert gagnrýnt hann og hef í rauninni ekkert um hann að segja, ég þekki hann ekki en nú munum við bara kynnast og fara betur í þetta. Ég hef enga trú á öðru en að hann eigi eftir að standa sig vel og það koma þarna inn mörg þúsund manns sem vilja kjósa hann og það er frábært og ég vona að þau komi öll með okkur inn í baráttuna í vor.“ Það voru svona mál, það var tekist á um lóðamál og annað líka, það voru þung mál í baráttunni, helduru að þetta skilji ekki eftir eitthvað á milli ykkar, heldurðu að það sé auðvelt að starfa saman eftir þetta? „Ja, ég tengist þeim málum ekki neitt. Ég hef ekki komið nálægt neinum lóðamálum eða öðru og ég hef ekki fundið fyrir neinu öðru en bara góðvild okkar á milli. Við höfum aðallega hist í podcöstum eða viðtölum, þannig nú þurfum við bara að hittast og ræða áframhaldið og ég held að það verði lítið mál.“ Þú treystir honum alveg? „Já já, ég hef enga ástæðu til annars. Flokkurinn hefur nú valið leiðtoga og þannig virkar lýðræðið og við sem erum í þessum lýðræðislega flokki lútum því og veljum hvar við getum orðið að liði og hvað við treystum okkur í og viljum gera.“ Ekki heyrt í Kristrúnu Hefurðu eitthvað heyrt í formanni flokksins eftir þetta, Kristrúnu? „Nei, ég hef reyndar ekki heyrt í henni. En ég svo sem átti ekkert von á því.“ Þegar kemur að forystu flokksins, hefðiru viljað heyra í þeim eftir þetta, sérstaklega formanninum, í ljósi þess að þú ert borgarstjóri? „Ég velti því ekkert fyrir mér. Ég heyrði auðvitað aðeins frá varaformanninum og við erum bara í góðu samstarfi. Ég heyrði bara í fjölda fólks, mikið ákall um að ég yrði áfram, það er það sem flokkurinn fól mér og það er það sem ég ætla að gera.“ Ertu spennt fyrir komandi mánuðum og baráttu? „Ég er alltaf spennt fyrir því. Ég hef auðvitað verið að vinna í stjórnmálum til að koma breytingum til leiða og það er nóg af verkefnum í Reykjavík áfram og ég hlakka til að takast á við þau bæði með reyndum félögum og nýju fólki.“
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ 24. janúar 2026 20:03 Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. 26. janúar 2026 09:37 Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. 24. janúar 2026 23:24 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ 24. janúar 2026 20:03
Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. 26. janúar 2026 09:37
Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. 24. janúar 2026 23:24