Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar 29. janúar 2026 14:32 Í fótbolta væru þessar tölur sláandi, að sveitarfélag sem telur rétt um 900 íbúa ynni næst stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 40.000 íbúa sannfærandi. En þetta er ekki fótbolti heldur tölur yfir óhagnaðardrifnar leiguíbúðir sem eru í byggingu eða hafa verið byggðar í sveitarfélaginu. Í vor klárast bygging 5 leiguíbúða á vegum Bjargs íbúðafélag á Flúðum í Hrunamannahreppi en engin í Kópavogi. Og reyndar er það þannig að það hefur aldrei klárast nein óhagnaðardrifin íbúð í Kópavogi því engum lóðum hefur verið úthlutað til félaga sem byggja slíkar íbúðir, ekki til Bjargs, ekki til Félagsstofnunar stúdenta eða nokkurs annars félags og það er pólitísk ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn að gera það ekki. Útvista verkefninu til Reykjavíkur eða annara Staðan er sú að það er hópur fólks og fjölskyldna sem eru í lægstu tekjuhópunum og þannig verður það sennilega alltaf og þessi hópur verður í vandræðum eða getur ómögulega keypt eða leigt á almennum markaði en þarf samt einhvers staðar að lifa og búa. Óhagnaðardrifin félög eru mikilvæg til að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Það að úthluta engum lóðum til þessara félaga er pólitísk ákvörðun, ákvörðum um að taka ekki þátt í því samfélagsverkefni að útvega öllum þak yfir höfuðið, ákvörðun um að þeir sem ekki hafa nægar tekjur skuli búa annars staðar en í Kópavogi, sennilega í Reykjavík þvi höfuðborgin, hinu megin við lækinn undir forystu Samfylkingarinnar, hefur svo sannarlega staðið við sitt þegar kemur að útvegun lóða fyrir íbúðafélög og hafa meira en þúsund íbúðir verið byggðar fyrir þennan hóp í Reykjavík. Meira að segja Garðabær hefur staðið sig betur en Kópavogur sem bara útvistar verkefninu annað. Samfylkinginn vill breytingar Samfylkingin í Kópavogi hefur árum saman talað fyrir því að bærinn úthluti lóðum fyrir óhagnaðardrifin félög en talað fyrir daufum eyrum meirihlutans sem eingöngu hugsar um að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar og þannig útiloka stóran hóp fólks og fjölskyldna frá því að geta búið í Kópavogi. Eina leiðin til að breyta þessu er að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs eftir kosningarnar í vor með Samfylkinguna innanborðs og hefjast þá handa við að minnka muninn á milli Kópavogs og Hrunamannahrepps, það gerist ekki öðruvísi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi 7. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fótbolta væru þessar tölur sláandi, að sveitarfélag sem telur rétt um 900 íbúa ynni næst stærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 40.000 íbúa sannfærandi. En þetta er ekki fótbolti heldur tölur yfir óhagnaðardrifnar leiguíbúðir sem eru í byggingu eða hafa verið byggðar í sveitarfélaginu. Í vor klárast bygging 5 leiguíbúða á vegum Bjargs íbúðafélag á Flúðum í Hrunamannahreppi en engin í Kópavogi. Og reyndar er það þannig að það hefur aldrei klárast nein óhagnaðardrifin íbúð í Kópavogi því engum lóðum hefur verið úthlutað til félaga sem byggja slíkar íbúðir, ekki til Bjargs, ekki til Félagsstofnunar stúdenta eða nokkurs annars félags og það er pólitísk ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn að gera það ekki. Útvista verkefninu til Reykjavíkur eða annara Staðan er sú að það er hópur fólks og fjölskyldna sem eru í lægstu tekjuhópunum og þannig verður það sennilega alltaf og þessi hópur verður í vandræðum eða getur ómögulega keypt eða leigt á almennum markaði en þarf samt einhvers staðar að lifa og búa. Óhagnaðardrifin félög eru mikilvæg til að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Það að úthluta engum lóðum til þessara félaga er pólitísk ákvörðun, ákvörðum um að taka ekki þátt í því samfélagsverkefni að útvega öllum þak yfir höfuðið, ákvörðun um að þeir sem ekki hafa nægar tekjur skuli búa annars staðar en í Kópavogi, sennilega í Reykjavík þvi höfuðborgin, hinu megin við lækinn undir forystu Samfylkingarinnar, hefur svo sannarlega staðið við sitt þegar kemur að útvegun lóða fyrir íbúðafélög og hafa meira en þúsund íbúðir verið byggðar fyrir þennan hóp í Reykjavík. Meira að segja Garðabær hefur staðið sig betur en Kópavogur sem bara útvistar verkefninu annað. Samfylkinginn vill breytingar Samfylkingin í Kópavogi hefur árum saman talað fyrir því að bærinn úthluti lóðum fyrir óhagnaðardrifin félög en talað fyrir daufum eyrum meirihlutans sem eingöngu hugsar um að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar og þannig útiloka stóran hóp fólks og fjölskyldna frá því að geta búið í Kópavogi. Eina leiðin til að breyta þessu er að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs eftir kosningarnar í vor með Samfylkinguna innanborðs og hefjast þá handa við að minnka muninn á milli Kópavogs og Hrunamannahrepps, það gerist ekki öðruvísi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi 7. febrúar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun