Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar 31. janúar 2026 11:02 Á Íslandi eru 62 sveitarfélög og jafn margar sveitarstjórnir, og sveitarstjórar. Á sviði sveitarstjórna eru ákvarðanir teknar sem hafa bein áhrif á lífsgæði og afkomu einstaklinga. Í störfum mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi á Austurlandi hef ég líka lært að farsæld kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu veltur að langmestu leyti á getu þeirra til þess að tala saman og leysa þau margsnúnu og fjölbreyttu verkefni sem lenda á borðum sveitarstjórnarfólks í eins mikilli sátt og hægt er, stundum af þeirri ástæðu einni að við erum hreinlega of fá til þess að standa hér í rifrildum um smáatriðin. Þrátt fyrir þá miklu ábyrgð sem hvílir á sveitarstjórnum landsins hefur sveitarstjórnarstigið, sem pólitískur vettvangur, of oft verið álitið sía, eða jafnvel stökkpallur, inn á stóra svið Alþingis. Ég gef lítið fyrir þá sýn á störf sveitarstjórnarfulltrúa. Það veit ég að Vilhjálmur Árnason gerir líka. Í störfum mínum sem sveitarstjórnarmaður og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins reyndist alþingismaðurinn Vilhjálmur mér yfirmáta vel einmitt vegna þess að hann leggur meiri áherslu á að vinna hlutina saman, en að fanga heiðurinn, athyglina eða spila pólitík. Að klára hlutina, er verkefnið. Íslenskri þjóð hefur í gegnum árin og aldirnar vegnað best þegar við stöndum saman. Þegar við finnum það í okkur að vera sammála um megin atriðin - og takast svo á um útfærslu og framkvæmdir. Til þess að svo verði áfram þarf að velja fólk til valda sem hefur áhuga á nákvæmlega því. Fólk sem hefur áhuga á fólki, vandamálum þeirra og áhyggjum. Fólk sem langar raunverulega að gera gott og breyta rétt. Vilhjálmur Árnason er þannig maður. Hann veit hvað verkefnið er. Hann skilur að starf sveitarstjórnarfólks er að vinna með fólki, fyrir fólk. Á morgun hvet ég flokksfélaga mína eindregið, til þess að velja Vilhjálm Árnason sem oddvita - og leggja svo allt í sölurnar til að gera hann að bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Hann hefur það sem þarf. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Ragnar Sigurðsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru 62 sveitarfélög og jafn margar sveitarstjórnir, og sveitarstjórar. Á sviði sveitarstjórna eru ákvarðanir teknar sem hafa bein áhrif á lífsgæði og afkomu einstaklinga. Í störfum mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi á Austurlandi hef ég líka lært að farsæld kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu veltur að langmestu leyti á getu þeirra til þess að tala saman og leysa þau margsnúnu og fjölbreyttu verkefni sem lenda á borðum sveitarstjórnarfólks í eins mikilli sátt og hægt er, stundum af þeirri ástæðu einni að við erum hreinlega of fá til þess að standa hér í rifrildum um smáatriðin. Þrátt fyrir þá miklu ábyrgð sem hvílir á sveitarstjórnum landsins hefur sveitarstjórnarstigið, sem pólitískur vettvangur, of oft verið álitið sía, eða jafnvel stökkpallur, inn á stóra svið Alþingis. Ég gef lítið fyrir þá sýn á störf sveitarstjórnarfulltrúa. Það veit ég að Vilhjálmur Árnason gerir líka. Í störfum mínum sem sveitarstjórnarmaður og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins reyndist alþingismaðurinn Vilhjálmur mér yfirmáta vel einmitt vegna þess að hann leggur meiri áherslu á að vinna hlutina saman, en að fanga heiðurinn, athyglina eða spila pólitík. Að klára hlutina, er verkefnið. Íslenskri þjóð hefur í gegnum árin og aldirnar vegnað best þegar við stöndum saman. Þegar við finnum það í okkur að vera sammála um megin atriðin - og takast svo á um útfærslu og framkvæmdir. Til þess að svo verði áfram þarf að velja fólk til valda sem hefur áhuga á nákvæmlega því. Fólk sem hefur áhuga á fólki, vandamálum þeirra og áhyggjum. Fólk sem langar raunverulega að gera gott og breyta rétt. Vilhjálmur Árnason er þannig maður. Hann veit hvað verkefnið er. Hann skilur að starf sveitarstjórnarfólks er að vinna með fólki, fyrir fólk. Á morgun hvet ég flokksfélaga mína eindregið, til þess að velja Vilhjálm Árnason sem oddvita - og leggja svo allt í sölurnar til að gera hann að bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Hann hefur það sem þarf. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun