Sögulegt MMA bardagakvöld framundan
Eins og við sögðum frá í gær er framundan sögulegt MMA bardagakvöld í Andrews Theater á Ásbrú. Í aðalbardaga kvöldsins stígur hinn 21 árs gamli Hákon Arnórsson, bardagakappi úr Reykjavík MMA, inn í búrið og berst við hinn norska Eric Nordin, í fyrsta sinn á Íslandi.