Óveðrið Jóvin með því verra sem sögur fara af
Óveðrið Jóvin sem valdið hefur miklum usla á Bretlandseyjum í dag er með því verra sem sögur fara af. Yfir milljón heimili voru rafmagnslaus, þar af rúmlega sjö hundruð þúsund á Írlandi. Rauð viðvörun var gefin út fyrir Skotland, þar sem óveðrið var skilgreint sem lífshættulegt. Snörpustu hviður dagsins mældust á Írlandi, rúmlega 51 metri á sekúndu.