Fórnarlamba helfararinnar minnst víða um heim

Fórnarlamba helfararinnar var minnst víða um heim í dag á alþjóðlegum minningardegi. Áttatíu og eitt ár er í dag liðið frá því að sovéskar hersveitir frelsuðu fanga úr útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz-Birkenau í Póllandi. Efnt var til mínútuþagnar á Evrópuþinginu og þingforseti ítrekaði mikilvægi þess að sporna við fordómum og hvers kyns ofsóknum gegn minnihlutahópum. Þá ávarpaði Tatiana Bucci þingið en hún var fangi í Auschwitz sem barn og missti þar fjölskyldu sína.

1
01:37

Vinsælt í flokknum Fréttir