Annáll: Besta deild kvenna
Valur kom, sá og sigraði í Bestu deild kvenna í sumar. Eftir óvænt tap gegn Þór/KA á Akureyri í 2. umferð var sett í fimmta gír og spólað yfir önnur lið, í deild og bikar. Á endanum vann Valur Bestu deildina með sex stiga mun, fagnaði sigri í Mjólkurbikarnum og var hársbreidd frá því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.